Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings
Eyrún Hafþórsdóttir og Hörður Óli Guðmundsson boðuðu forföll.
1. Húsnæðisáætlun sveitarfélaga. Forstöðumaður kynni meginmarkmið með gerð húsnæðisáætlun sveitarfélag, stuðning sem íbúðalánasjóður veitir við slíkar áætlanir og hvert hlutverk velferðarþjónustu við gerð slíkra áætlana.
Bókun: Nefndin felur forstöðumanni að vinna að greiningu á þörfum ólíkra samfélagshópa, eins og tekjulágra einstaklinga, fatlaðs fólks og aldraða og gera tillögu að uppbyggingu félaglegs leiguhúsnæðis fyrir sveitarfélögin í Árnesþingi.
2. Tilvísanir til skólasálfræðinga. Forstöðumaður kynnti stöðu tilvísana hjá skólasálfræðingum. Bið eftir greiningu hjá sálfræðingi er allt að eitt ár. Þrátt fyrir að veitt sé öflug og heildstæð kennsluráðgjöf til kennara og skóla í Árnesþingi þá hefur hún ekki skilað sér í færri tilvísunum eins og stefnt var að. Jafnframt gera stofnanir sem skólasálfræðingar vísa börnum til áframhaldandi athugana, s.s. Greiningarmiðstöðin og Þroska- og hegðunarstöð kröfur um ítarlegri athuganir frá sálfræðingum.
Bókun: Nefndin leggur til aða mæta þörfum barna á biðlista að fenginn verði sálfræðingur í verktöku til að taka að sér greiningu allt að 20 barna. Jafnfram telur nefndin mikilvægt að skólaþjónustan og skólarnir í Árnesþingi finni nýja leiðir til að þess að mæta sem best ólíkum þörfum nemenda.
3. Lagt fram þróun fjarhagaðstoðar 2012-2016 til kynningar.
4. Sveitarfélagið Ölfus vísar styrkbeiðni frá Aflinu og Bláa strengnum á Akureyri til umsagnar nefndarinnar.
Bókun: Nefndin mælir ekki með styrk til þessara verkefna. Sveitarfélögin í Árnesþingi hafa veitt styrki til Stígamóta og Kvennaathvarfsins sem eru með samskonar starf og meiri líkur á að íbúar sveitarfélaganna nýti sér þjónustu þeirra.
5. Sveitarfélagið Ölfus vísaði ályktun aðalfundar Félags eldri borgara í Ölfusi til umsagnar nefndarinnar.
Bókun: Félagið ályktaði um að koma á akstursþjónustu fyrir eldri borgara. Nefndin telur mikilvægt að kortleggja þörf eldri borgara fyrir akstursþjónustu og mælir með að forstöðumanni Skóla- og velferðarþjónustu sé falið að gera tillögur að reglum og útfærslu á akstursþjónustu fyrir eldri borgara í Ölfusi.
Jafnframt ályktaði félag eldri borgara um að sveitarfélagið ætti að stuðla að því að auka heimahjúkrun í sveitarfélaginu.
Nefndin beinir því til að sveitarfélagið Ölfus að vera í sambandi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands um fyrirkomulag heimahjúkrunar.
6. Kynningarfundur byggðasamlags Skóla- og velferðarþjónustu verður haldinn fyrir sveitarstjórnarmenn þriðjudaginn 25. apríl n.k. kl.10-12 að Vatnsholti í Flóahreppi.
7. Félagsþjónustumál - Trúnaðarmál, (eitt mál fært í trúnaðarmál).
Fundið slitið.