Fara í efni

Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings

21. fundur 17. maí 2017 kl. 16:00 - 17:15
Nefndarmenn
  • Bryndís Böðvarsdóttir
  • Eyrún Hafþórsdóttir
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Bjarney Vignisdóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ásmundur Lárusson
  • Sigurbára Rúnarsdóttir
Starfsmenn
  • María Kristjánsdóttir forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.

1. Endurmenntunarsjóður grunnskóla. 

Skóla- og velferðarþjónusta fékk styrk úr endurmenntunarsjóði grunnskóla fyrir árið 2017-2018 að hupphæð kr. 540.000. Þau verkefni sem fengu styrk voru:
Málþroskaraskanir grunnskólabarna.
Fyrirlestur um sjálfsmynd grunnskólabarna.
Kennum skapandi hugsun og frumkvæði.
Háværir strákar og stelpur.
Kveiktu á perunni - íslenska á mið- og unglingastigi.
ART-upprifjunarnámskeið
Hugmyndir að verkefnum í myndmennt, hönnun, smíði og textílmennt.
Hreyfing og skóladagurinn.

2. Lagt fram til kynningar til kynningar á framkvæmd stefnum um menntun án aðgreiningar á Íslandi- Samantekt um helsti atriði lokaskýrslunnar. 

3. Kvöld- og helgarþjónusta. Hveragerðisbær hefur aukið félagslega heimaþjónustu þannig að nú er boðið upp á þjónustu um kvöld og helgar. Gerður hefur verið samningur til 3ja mánaða við sjálfstætt starfandi sjúkraliða sem mun sinna þessari þjónustu til að byrja með.

4. Endurskoðun á reglugerð  um sérstakan húsnæðisstuðning - hækkun frítekjumarka. Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um að húsnæðisbætur sem hakkar þau viðmið tekna sem leigjendur geta haft áður en þær skerða rétt þeirra til húsnæðisbóta. Með breytingunni verður frítekjumark þess sem býr einn 3.373.000.kr (var 3.100.000.kr), ef tveir eru í heimili verður frítekjumarkið 4.461.064. kr (var 4.100.000. kr), ef þrír eru í heimili verður frítekjumarkið 5.222.710 (var 4.800.000.kr) og ef heimilismenn eru fjórir eða fleiri verður frítekjumarkið 5.657.936 (var kr. 5.200.000). 
Bókun: Nefndin leggur til að viðmið tekna í reglugerð um sérstakan húsnæðisstuðning verði hækkuð í samræmi við ofangreind frítekjumörk. 

5. Trúnaðarmál (4 mál skráð í trúnaðarmannabók).

Sigurbára Rúnarsdóttir óskar eftir að víkja af fundi undir lið 4 í trúnaðarmálum. Vék af fundi kl. 16:20 og kom aftur inn á fund aftur kl. 16:35

Fundi slitið.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?