Fara í efni

Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings

26. fundur 06. mars 2018 kl. 16:00 - 17:30 Fljótsmörk 2
Nefndarmenn
  • Bryndís Böðvarsdóttir
  • Sigurbára Rúnarsdóttir
  • Bjarney Vignisdóttir
  • Björn Pálmarsson
  • Unnur Þormóðsdóttir
Starfsmenn
  • María Kristjánsdóttir forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Fundargerð ritaði: María Kristjánsdóttir Forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

Helena Helgadóttir og Ásmundur Lárusson boðuðu forföll og einnig varamaður Ásmundar.

1. Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu þar sem stofan tilkynnir um breytingar á verklagi varðandi umsagnir barnaverndarnefnda um fóstur. Í breyttu verklagi er óskað eftir að umsagnir nefndanna berist innan mánaðar en var áður tveir mánuðir. Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir áliti félagsmálastjóra um þetta breytta verklag og kom fram mikil gagnrýni á þetta nýja verklag. Í kjölfar sendi sambandið bréf til Barnaverndarstofu þar sem þessu verklagi var mótmælt og lagði sambandið til að Barnaverndarstofa eigi meira samráð og samtal við stjórnendur og starfsmenn barnaverndarnefnda þegar fyrirhugaðar eru breytingar á verklagi stofunnar.

2. Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu þar sem óskað er eftir upplýsingum um úrræði skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Nefndin felur forstöðumanni að svara bréfinu.

3. Á fundi NOS þann 22. febrúar var samþykkt að fela Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings að boða til fundar með skóla/fræðslunefndum aðildarsveitarfélaganna í kjölfar næstu sveitarstjórnarkosninga til að nýjar nefndir geti fengið hagnýtar upplýsingar um starf sitt og skyldur og séu einnig upplýstar um stuðning og þjónustu Skóla- og velferðarþjónustunnar.

Skólaþjónustu- og velferðarnefnd samþykkir að fela Maríu Kristjánsdóttur að boða til fundar með kjörnum fulltrúum í skólanefndum í upphafi næsta skólaárs þar sem farið verður yfir hlutverk þeirra og sett fram samræmd viðmið sem nefndirnar geta stuðst við í sínu starfi.

4. Tvö mál skráð í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið kl 17.30

 

Getum við bætt efni síðunnar?