Fara í efni

Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings

29. fundur 17. október 2018 kl. 17:00 - 18:15 Fljótsmörk 2
Nefndarmenn
  • Sigurbára Rúnarsdóttir
  • Bjarney Vignisdóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Jóhanna Valgeirsdóttir
  • Valgerður Sævarsdóttir
  • Elsa Jóna Stefánsdóttir
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Ásmundur Lárusson boðaði forföll.
Starfsmenn
  • María Kristjánsdóttir forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Fundargerð ritaði: María Kristjánsdóttir Forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

1. Lagt fram til kynningar staða helstu málaflokka janúar-september 2018, fjárhagsaðstoð, barnavernd og félagsleg heimaþjónusta.

2. Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá og upphæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2019.
Bókun: Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögur og vísar þeim til bæjar- og sveitastjórna til samþykktar.

3. Lögð fram tillaga forstöðumanns um breytt skipulag Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Í tillögunni kemur fram ósk um að félagsráðgjafar verði ráðnir til byggðarsamlagsins eins og starfsmenn skólaþjónustu. Innleitt verði Austurlandslíkanið um snemmtæka íhlutun og forvarnir. Einnig að ráðin verði verkefnisstjóri stuðningsþjónustu vegna breyttra laga um félagslega þjónustu.
Bókun: Nefndin styður framkomnar tillögur.

4. Trúnaðarmál, eitt mál skráð í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið 18:15

Getum við bætt efni síðunnar?