Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

71. fundur 22. nóvember 2022 kl. 15:30 - 16:26 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Andri Helgason formaður
  • Loreley Sigurjónsdóttir
  • Jóhann Karl Ásgeirsson
  • Sigmar Karlsson
  • Bjarndís Helga Blöndal varamaður
Starfsmenn
  • Jóhanna Margrét Hjartardóttir menningar- og frístundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhanna Margrét Hjartardóttir Menningar og frístundafulltrúi
Dagskrá
Andri Helgason, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Varmahlíð - staða umsókna

2211058

Kynning á úthlutunarreglum fyrir Varmahlíð.
Umsóknarfrestur um dvöl í Varmahlíð árið 2023 er til 25. nóvember. Fjöldi umsókna hafa borist og mun nefndin úthluta dvöl í byrjun desember.

2.Viðburðir í jólamánuðinum

2211059

Kynning á viðburðum á aðventunni.
Fjöldi viðburða tengdir jólahátíðinni verða í bænum í desember. Jólaljósin á bæjarjólatrénu verða tendruð á fyrsta sunnudegi í aðventu. Jólagluggar opna og telja dagana til jóla hjá þjónustuaðilum og fyrirtækjum í bænum og verða notalegir laugardagar í Sundlauginni Laugaskarði. Við minnum bæjarbúa og þjónustuaðila á að tilkynna alla viðburði til birtingar á hveragerdi.is.

3.Fjárhagsáætlun 2023

2211060

Kynning á hugmyndum að viðburðum næsta árs.
Menningar og frístundafulltrúi fór yfir helstu óskir og áherslur í menningar og frístundamálum fyrir árið 2023.

4.Íþróttamaður ársins 2023

2211061

Kynning á reglum um kjör íþróttamanns Hveragerðis.
Menningar og frístundafulltrúa er falið að óska eftir tilnefningum frá almenningi, íþróttafélögum og sérsamböndum. Íþróttamennirnir þurfa að hafa lögheimili/heimilisfesti í Hveragerði til að hljóta tilnefningu.

5.Umsókn í afreks- og styrktarsjóð

2211062

Farið yfir umsóknir sem hafa borist í afreks og styrktarsjóð.
Ákveðið var að úthluta styrk vegna umsóknar sem barst í haust. Menningar og frístundafulltrúa er falið að tilkynna íþróttamanninum um úthutunina og skyldur styrkþega.

6.Tillaga frá fulltrúum D-lista - Lengri opnunartími Laugaskarðs

2210044

Kynning á tillögu um breyttan opnunartíma Sundlaugarinnar Laugaskarði.
Menningar og frístundafulltrúi fór yfir stöðugildi starfsmanna hjá sundlauginni og hvernig kjarasamningum er háttað vegna breytinga á vaktaskipulagi.Einnig voru lögð fram gögn sem sýna á hvaða tíma flestir eru að sækja laugina. Umræður um opnunartíma.
Míf nefnd leggur til að endurskoða opnunartímann frá 1. desember 2022 og bjóða gestum uppá lengri fimmtudaga til reynslu fram að sumaropnun 15. maí.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:26.

Getum við bætt efni síðunnar?