Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

69. fundur 27. júlí 2022 kl. 16:00 - 17:15 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Andri Helgason formaður
  • Lóreley Sigurjónsdóttir
  • Jóhann Karl Ásgeirsson
  • Eydís Valgerður Valgarðsdóttir
  • Sigmar Karlsson
Starfsmenn
  • Jóhanna Margrét Hjartardóttir menningar- og frístundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhanna Margrét Hjartardóttir Menningar og frístundafulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund og leitaði eftir athugasemdum varðandi fundarboð en engar komu fram.

1.Erindisbréf menningar, íþrótta og frístundanefndar

2207047

Kynning á erindisbréfi míf nefndar.
Formaður fór yfir hlutverk nefndarmanna í menningar, íþrótta og frístundanefnd samkvæmt erindisbréfi menninar, íþrótta og frístundanefndar.

2.Drög að dagskrá bæjarhátíðarinnar Blómstrandi dagar

2207048

Menningar og frístundafulltrúi kynnti drög að dagskrá bæjarhátíðarinnar Blómstrandi daga sem verður helgina 11.-14. ágúst 2022.
Blómstrandi dagar er fjölskyldu og menningarhátíð. Bæjarbúar taka virkan þátt í hátíðinni og framboð menningarviðburða er mikið og er dagskráin fjölbreytt. Áhersla er lögð á uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hápunktur hátíðarinnar sé á laugardeginum. Áhugaverðar listsýningar og fjölbreyttir tónlistarviðburðir eru í bænum þessa daga.

Bæjarbúar leggja hátíðinni lið með því að skreyta sitt hverfi og sinn garð. Mikil stemning hefur líka myndast í kringum bílskúrsmarkaði og gallerí út um allan bæ.

3.Kynning á starfssviði MÍF nefndar

2207049

Menningar og frístundafulltrúi fór yfir fjölbreytt verkefni míf-sviðs og kynnti heimasíðu bæjarins, hveragerdi.is.
Menningar og frístundafulltrúi kynnti þær stofnanir sem heyra undir menningar og frístundasvið bæjarins og þjónustusamninga sem hafa verið gerðir við menningar, íþrótta og frístundafélög í bænum.

4.Menningarstefna Hveragerðisbæjar

2207050

Farið yfir núgildandi menningarstefnu bæjarins.
Ákveðið að endurskoða menningarstefnu Hveragerðisbæjar.

5.Íþrótta- og frístundastefna Hveragerðisbæjar

2207051

Farið yfir núgildandi íþrótta og frístundastefnu bæjarins.
Ákveðið að endurskoða íþrótta og frístundastefnu Hveragerðisbæjar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Getum við bætt efni síðunnar?