Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

67. fundur 09. desember 2021 kl. 16:00 - 17:00 í Matkránni Breiðumörk 10
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Zoéga Björnsdóttir formaður
  • Sigmar Karlsson
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Nína Kjartansdóttir
Starfsmenn
  • Jóhanna Margrét Hjartardóttir menningar- og frístundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhanna Margrét Hjartardóttir Menningar og frístundafulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund og leitaði eftir athugasemdum varðandi fundarboð en engar komu fram.

1.Varmahlíð umsóknir 2022.

2112007

Nefndarmenn fóru yfir umsóknir og óskir listamanna til að dvelja í Varmahlíð 2022.
33 listamenn sóttu um að dvelja í Varmahlíð á árinu 2022. Farið yfir umsóknir og þær metnar m.a. út frá listgreinum og mögulegum tengslum verkefna við bæjarfélagið. Menningar og frístundafulltrúa ásamt formanni er falið að ganga frá úthlutun.

2.Íþróttamaður ársins í Hveragerðisbæ 2021.

2112005

Menningar og frístundafulltrúi kynnti samantekt um afrek íþróttamanna árið 2021 sem eru með lögheimili í Hveragerði. Tilnefningar bárust frá bæjarbúum, félögum í Hveragerði og nokkrum sérsamböndum ÍSÍ.
Nefndin útnefndi íþróttamann Hveragerðis 2021 og ákvað hvaða íþróttamenn myndu hljóta viðurkenningu fyrir afrek sín á árinu.
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu var ákveðið að hafa viðurkenningaathöfn í byrjun árs 2022.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni síðunnar?