Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

66. fundur 04. nóvember 2021 kl. 16:00 - 17:52 Varmahlíðarhúsinu
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Zoéga Björnsdóttir formaður
  • Sigmar Karlsson
  • Andri Svavarsson
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Nína Kjartansdóttir
Starfsmenn
  • Jóhanna Margrét Hjartardóttir menningar- og frístundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhanna Margrét Hjartardóttir Menningar og frístundafulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund og leitaði eftir athugasemdum varðandi fundarboð en engar komu fram.

1.Menningar og frístundasvið - kynning og umræður v. fjárhagsáætlunar 2022.

2111002

Kynning á menningar og frístundasviði. Umræður um fjárhagsáætlun 2022.
Farið yfir fjölbreytt málefni sem heyra undir menningar og frístundasvið. Umræður um möguleg verkefni á næsta ári og horft til framtíðar.

2.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð.

2111001

Farið yfir umsóknir sem bárust í afreks og styrktarsjóð. Ákveðið að veita styrki samkvæmt vinnureglum sjóðsins.

3.Jól í bæ - hugmyndir.

2111003

Hveragerðisbær hefur gefið út viðburðadagatalið Jól í bæ undanfarin ár. Bæjarbúar og þjónustuaðilar eru hvattir til að skreyta fallega, lýsa upp skammdegið og senda inn viðburði á hveragerdi.is.
Umræður um viðburði fyrir jólin. Jól í bæ viðburðaskrá verður kynnt á heimasíðu bæjarins hveragerdi.is um miðjan nóvember. Jólagluggaopnanir í fyrirtækjum og stofnunum er orðin hefð síðan 2009. Umræður um jólagluggana og viðburði þeim tengda.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:52.

Getum við bætt efni síðunnar?