Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

65. fundur 09. september 2021 kl. 16:00 - 16:50 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Zoéga Björnsdóttir formaður
  • Sigmar Karlsson
  • Andri Svavarsson
  • Sandra Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Jóhanna Margrét Hjartardóttir menningar- og frístundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhanna Margrét Hjartardóttir Menningar og frístundafulltrúi
Dagskrá

1.Starf íþróttamannvirkja.

2109051

Menningar og frístundafulltrúi kynnti stöðu mála í íþróttamannvirkjum bæjarins og vetrarstarfið.
Íþróttadeildir Hamars hafa byrjað vetrarstarfið í íþróttamannvirkjunum. Niðurröðun á tímum deildanna í íþróttahúsunum gekk vel og er ánægulegt að sjá öflugt barna-, unglinga- og afreksstarf fara af stað. Góð samvinna og samfella er á milli skóla og frístundastarfs. Frístundabíllinn keyrir iðkendur eins og undanfarin ár.

2.Sundlaugin - opnun og framkvæmdir.

2109052

Sundlaugin Laugaskarði var opnuð 18.júlí eftir endurnýjun á búningsklefum á neðri hæð sundlaugarhússins. Enn er verið að vinna við ýmis viðbótarverk.
Hönnun á nýjum búningsklefum hefur tekist vel og er efnisval sérlega gott. Almenn ánægja er með klefana og eru klefarnir nú aðgengilegir öllum. Enn er verið að vinna að frágangi við fjölnotaklefa, sjúkrarými og loftræstigeymslu. Einnig er verið að vinna að frágangi í tækjarýmum. Ákveðið var að endurnýja skábraut með aðgengi fyrir alla sem liggur vestan við aðalinnganginn og verður hún tilbúin á allra næstu dögum.

3.Söguskilti.

2109053

Menningar og frístundafulltrúi kynnti ný söguskilti og endurnýjun á eldri skiltum.
Verið er að leggja lokahönd á gerð söguskiltis um gamlar þjóðleiðir sem mun vera staðsett vestast í bænum. Það er Njörður Sigurðsson sagnfræðingur sem sér um textagerð og Þórarinn Gylfason sér um hönnun. Einnig er verið að gera við eldri skilti Listvinafélagsins í Listigarðinum. Ný fræðsluskilti fyrir Hveragarðinn eru að verða tilbúin.

4.Íþróttamaður ársins 2021.

2109054

Kjör íþróttamanns ársins í Hveragerði fer fram í lok árs. Leitað er eftir tilnefningum í kjörið frá íþróttadeildum Hamars og sérsamböndum ÍSÍ.
Menningar og frístundafulltrúa er falið að auglýsa eftir tilnefningum íþróttamanna í kjör íþróttamanns Hveragerðis 2021 en með tilnefningu skal fylgja greinargerð um árangur og rökstuðningur fyrir tilnefningu viðkomandi. Einnig verður almenningi gefinn kostur á að tilnefna íþróttamann ársins með samskonar skilmálum.

5.Listamannahúsið Varmahlíð.

2109055

Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í Varmahlíð í nóvember fyrir árið 2022. Horft er til listamanna sem eru í fagfélögum í sinni listgrein auk annarra listamanna.
Aldrei hafa fleiri listamenn dvalið í Varmahlíð en í ár en 24 listamenn fengu boð um dvöl. Þeir sem hljóta úthlutun um dvöl hafa kynnt list sína fyrir ákveðnum hópum í bænum en v/covid hefur lítið verið um kynningar í ár.

6.Samgönguvika 2021.

2109056

Evrópsk samgönguvika er haldin árlega 16. - 22. september. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.
Nefndarmenn vilja hvetja bæjarbúa til að leggja bílnum og ganga, hjóla eða nota vistvæn farartæki sem mest. Í bænum eru fallegar gönguleiðir sem henta vel öllum aldurhópum og er tilvalið að fjölskyldan fari saman í gönguferð, sund eða hjólatúr daglega þessa viku.

7.Íþróttavika 2021.

2109057

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. - 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.
Íþróttavikan tekur við af samgönguvikunni og mikilvægt að stuðla að reglulegri hreyfingu sem lífsstíl en ekki sem átak í stuttan tíma. Umræður um möguleg verkefni og hvatningu þessa viku sem menningar og frístundafulltrúa er falið að útfæra.

Fundi slitið - kl. 16:50.

Getum við bætt efni síðunnar?