Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

64. fundur 07. júní 2021 kl. 17:00 - 17:45 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Ingibjörg Zoéga Björnsdóttir
  • Nína Kjartansdóttir
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Sigmar Karlsson
Starfsmenn
  • Jóhanna Margrét Hjartardóttir menningar- og frístundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhanna Margrét Hjartardóttir Menningar og frístundafulltrúi
Dagskrá

1.Menningarverðlaun.

2106697

Hveragerðisbær veitir menningarverðlaun til einstaklinga, hópa eða fyrirtækja í Hveragerði fyrir framlag sitt til lista- og menningarmála.
Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd ákvað hver hlýtur menningarverðlaun Hveragerðisbæjar 2021 en viðurkenningin er veitt á 17. júní. Einnig var ákveðið að veita heiðursviðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu menningar og lista í Hveragerðisbæ.

2.Hátíðir í sumar.

2106698

Menningar og frístundafulltrúi kynnti dagskrá 17. júní og fyrirhugaða dagskrá í sumar.
Fundarmenn voru ánægðir með dagskrá þjóðhátíðardagsins og vona að sumarið leyfi sem mest af viðburðum á nýja sviðinu í Lystigarðinum.

3.Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2021.

2106699

Ráðstefnan, Ungt fólk og lýðræði - höfum áhrif! er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára.
Dagskráin er öllum opin en áhersla er á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi og hafa áhrif í sínu nær samfélagi. Ákveðið að auglýsa eftir ungu fólki í Hveragerðisbæ til þátttöku.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni síðunnar?