Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

63. fundur 10. maí 2021 kl. 17:00 - 18:00 í Sundlauginni Laugaskarði
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Ingibjörg Zoéga Björnsdóttir
  • Nína Kjartansdóttir
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Sigmar Karlsson
Starfsmenn
  • Jóhanna Margrét Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna Margrét Hjartardóttir Menningar og frístundafulltrúi
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Staða framkvæmda í sundlauginni.

2105036

Fundarmenn skoðuðu framkvæmdir í búningsklefum sundlaugarhússins.
Það er ljóst að opnun sundlaugar verður ekki á vordögum en bæði hefur verkið verið seinlegt og nokkur viðbótarverk verið ákveðin. Fundarmönnum leist vel á verkið og hlakka til opnunar.

2.Viðburðir í sumar.

2105037

Menningar og frístundafulltrúi fór yfir hátíðir sumarsins
Með hækkandi sól er von okkar að við getum haldið þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í Lystigarðinum. Einnig er undirbúningur hafinn fyrir lágstemmda bæjarhátíð en Blómstrandi dagar eru áætlaðir 13. - 15. ágúst. Aðrir viðburðir verða auglýstir þegar nær dregur.

3.Sumarnámskeið fyrir börn.

2105038

Sjá yfirlit yfir námskeið sem eru í boði fyrir börn og unglinga á heimasíðu bæjarins, hveragerdi.is, Sumarnámskeið 2021.
Fjölbreytt frístundanámskeið verða í boði fyrir börn í sumar. Á vegum íþróttafélagsins Hamars, Listasafns Árnesinga, Golfklúbbsins og fleiri frístundafélaga. Frístundamiðstöðin Bungubrekka býður upp á ævintýranámskeið fyrir börn þar sem er lögð áhersla á góðan félagslegan grunn, vináttu, leik og jákvæð samskipti.

4.Útivist og gönguleiðir.

2105039

Unnið er við að skerpa á göngukortum á vef Hveragerðisbæjar og kynning á nýjum útivistarverkefnum.
Menningar og frístundafulltrúi kynnti verkefni sem tengist útivist og fræðsluskiltum bæjarins. Söguskiltin fá tengingu á QR kóða sem tengist heimsíðu bæjarins og leiðir gesti áfram á milli skiltanna. Unnið er við endurbætur á skiltum í Hveragarðinum. Einnig er horft til þess að bæta við nýju söguskilti um gömlu þjóðleiðirnar í og við Hveragerði.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?