Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

62. fundur 17. febrúar 2021 kl. 17:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Ingibjörg Zoéga Björnsdóttir
  • Nína Kjartansdóttir
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Sigmar Karlsson
Starfsmenn
  • Jóhanna Margrét Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna Margrét Hjartardóttir Menningar og frístundafulltrúi
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Sandra Björg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Hamars er gestur fundarins.

2102039

Framkvæmdastjóri Hamars kynnir niðurstöður óopinberrar könnunar sem var gerð í samstarfi við Hveragerðisbæ og Grunnskóla Hveragerðis varðandi frístundir og íþróttaiðkun skólabarna.
Fundarmenn þökkuðu Söndru kærlega fyrir gott samstarf og greinargóða samantekt.

2.Endurskoðun á reglum afreks- og styrktarsjóðs.

2102040

Markmið afreks og styrktarsjóðs er að veita fjárhagslegan styrk til afreksíþróttafólks og/eða íþróttahópa vegna keppni, æfinga eða fyrir unnin afrek í íþróttum.
Fundarmenn fóru yfir reglugerðina og var hún samþykkt óbreytt. Umræður um að sú upphæð sem er í sjóðnum fyrnist ekki á milli ára heldur safnist í langtíma sjóð. Nefndarmenn hvetja bæjarstjórn til að endurskoða fyrningu sjóðsins á milli ára.
Umræður um stofnun lista- og menningarsjóðs. Formanni og menningar og frístundafulltrúa falið að skoða undirbúning að stofnun lista- og menningarsjóðs sem kæmi til framkvæmda á næsta ári.

3.Tillaga frá Frjálsum með Framsókn-fjölskyldusundkort.

2102029

Erindinu vísað frá bæjarstjórnarfundi 11. febrúar 2021.
Menningar og frístundafulltrúa er falið að skoða mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin varðandi sundiðkun og kort sem gildir í allar laugar þessara sveitarfélaga.

4.Fréttir frá íþróttamannvirkjum.

2102041

Menningar og frístundafulltrúi fór yfir starfsemi íþróttamannvirkja bæjarins.
1. Framkvæmdir við búningsklefa sundlaugar ganga ágætlega. Áætlað er að opnað verði í lok apríl fyrir almenning ef ekkert óvænt kemur uppá á framkvæmdatímanum.
2. Æfingar ganga vel í íþróttahúsi/hamarshöll. Mikil áhersla er á sótthreinsun snertiflata og að takmarka umgang utanaðkomandi gesta í mannvirkjunum. Íþróttakeppni var leyfð í byrjun febrúar og um leið jókst álag í íþróttahúsunum. Góð samvinna kennara grunnskólans, starfsfólks, iðkenda og þjálfara skipta sköpum til að allt gangi sem allra best.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?