Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

59. fundur 06. október 2020 kl. 17:00 - 18:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Ingibjörg Zoéga Björnsdóttir
  • Nína Kjartansdóttir
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Andri Svavarsson
Starfsmenn
  • Jóhanna Margrét Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna Margrét Hjartardóttir Menningar og frístundafulltrúi
Dagskrá

1.Gestur fundarins, Þórhallur Einisson frá Íþróttafélaginu Hamri.

2010001

Þórhallur Einisson formaður Hamars fór yfir helstu verkefni stjórnar Hamars. Helst má nefna framkvæmdastjórastarfið, starfið hjá deildum Hamars, stefnumótun 2020-2025, rekstur Laugasports, markmiðasetningu o.fl. Einnig fór hann yfir samanburðartölur á þátttöku barna og unglinga á milli ára um þátttöku barna og unglinga hjá deildum Hamars. Nefndin ákvað að óska eftir iðkendatölum frá öðrum frístundafélögum í bænum til að skoða þátttöku barna 16 ára og yngri. Nefndin og aðalstjórn íþróttafélagsins Hamars stefna á að fara í skoðunarkönnun á meðal foreldra/forráðamanna um þátttöku barna í frístundastarfi. Menningar og frístundafulltrúa er falið að vinna að könnuninni og að nefndin fái niðurstöðurnar fyrir fund í nóvember.

2.Afreks- og styrktarsjóður - umsóknir.

2010002

Afgreiðslur úr afreks og styrktarsjóði Hveragerðisbæjar 2020
Tvær umsóknir bárust í afreks og styrktarsjóð, ein frá meistaraflokksliði kvenna í körfuknattleiksdeild Hamars og hin er tengd dansíþróttinni og kvikmyndagerð.

Nefndin ákvað að styrkja bæði verkefnin.

3.Fjárhagsáætlun 2021.

2010003

Nefndarmenn fóru yfir möguleg verkefni í tengslum við fjárhagsáætlun 2021.
Farið yfir brýn viðhaldsverkefni íþróttamannvirkja og önnur verkefni sem bæta andlega og líkamlega heilsu bæjarbúa og gesta.

4.Hugmyndavinna frá íbúafundi um hátíðir og viðburði, 26. febrúar 2020.

2010004

Menningar og frístundafulltrúi kynnti tillögur frá íbúafundi um hátíðir og viðburði sem var haldinn fyrr á þessu ári.
Umræður um góðar ábendingar og hugmyndir sem komu frá íbúum. Ákveðið að vinna áfram með einstök málefni fyrir næstu ár.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?