Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

58. fundur 15. september 2020 kl. 17:00 - 18:55 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Ingibjörg Zoéga Björnsdóttir
  • Nína Kjartansdóttir
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Hafsteinn Þór Auðunsson
Starfsmenn
  • Jóhanna Margrét Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna Margrét Hjartardóttir Menningar og frístundafulltrúi
Dagskrá
Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Kjör íþróttamanns ársins í Hveragerðisbæ.

2009011

Reglugerð um kjör íþróttamanns Hveragerðis lögð fram til umræðu.
Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd óskar eftir leyfi bæjarstjórnar til að víkja frá reglugerð um kjör íþróttamanns ársins 2020 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu og þeirra áhrifa sem þær hafa haft á íþróttastarf og mótahald. Nefndin mun útfæra viðburð í lok árs til að heiðra íþróttafólkið okkar.

2.Afreks og styrktarsjóður íþrótta-og frístundasviðs.

2009012

Markmið sjóðsins er m.a. að veita íþróttahópum styrk til að búa sig sem best undir keppni.
Menningar og frístundafulltrúa er falið að minna á sjóðinn og óska eftir umsóknum sem koma til úthlutunar á árinu.

3.Íþróttamannvirki - viðhaldsframkvæmdir og aðsókn.

2009013

Ásýnd íþróttamannvirkja Hveragerðisbæjar hefur breyst til muna sumarið 2020 en fjölmörg verkefni voru endurbætt. Viðhaldsframkvæmdir á 1. hæð sundlaugarinnar byrja 1. október.
Menningar og frístundafulltrúi kynnti viðhaldsframkvæmdir í íþróttamannvirkjum 2020. Stærsta framkvæmdin er endurnýjun á 1. hæð sundlaugarhússins en endurbæturnar fela í sér stækkun og endurnýjun á búningsklefum og bætast við tveir fjölnota búningsklefar og sjúkraherbergi í vestari hluta hússins. Uppsetning á loftræstikerfi verður kláruð en hún mun þjóna öllu húsinu. Hönnuðir eru frá Verkís og Arkibúllunni ehf. Frumskógar ehf. sjá um endurbæturnar.

4.Hlutverk og tilgangur ungmennaráða sveitarfélaga - hvatning til sveitarfélaga.

2009014

Á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar, 3.sept 2020, var bréfi frá Umboðsmanni barna frá 26. ágúst 2020 vísað til menningar íþrótta og frístundanefndar.„Í bréfinu er rætt um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga.“

„Bæjarráð fól menningar-, íþrótta- og frístundanefnd að fjalla um erindi Umboðsmanns barna og leggja mat á hvort breytinga sé þörf hér í Hveragerði á grundvelli þeirra sjónarmiða sem þarna koma fram.“
Nefndin mun fara í endurskoðun á reglum ungmennaráðs Hveragerðisbæjar í samráði við ungmennaráð.


5.Heilsueflandi samfélag í Hveragerði.

2009015

Boða á til fyrsta fundar stýrihóps Hveragerðisbæjar og farið yfir aðgerðaáætlun og áhrifaþætti lýðheilsu.
Menningar og frístundafulltrúi kynnti stýrihóp Hveragerðisbæjar í tengslum við verkefnið Heilsueflandi samfélag. Hópurinn mun koma saman í haust og fjalla um áhrifaþætti lýðheilsu og skiptingu áhersluþátta á næstu ár. Horft er til þess að aðgerðaáætlunin nái yfir næstu þrjú ár.

6.Frisbí golfvöllur og svæðið undir Hamrinum.

2009016

Kynning á frisbí golfvelli undir Hamrinum og Frisbígolffélagi Hveragerðis.
Formaður kynnti 9 brauta frisbígolfvöll sem var opnaður í sumar undir Hamrinum. Nefndin fagnar framtaki Frisbígolffélags Hveragerðis að standa fyrir uppbyggingu vallarins í samstarfi við ÍFS, Hveragerðisbæ og fyrirtæki í bænum. Einnig var rætt að fara í skipulagsvinnu í tengslum við Hamarssvæðið og byggja upp útivistarsvæði fyrir fjölskyldur.

7.Starfsemi íþróttadeilda - vetrarviðburðir og íþróttaskóli fyrir yngri börn.

2009017

Starf íþrótta og frístundafélaga hefur gengið vel í sumar og var góð þátttaka barna í sumarnámskeiðum 2020. Haustið lofar góðu og hafa allar deildir Hamars hafið starfsemi.
Vinnuhópur um íþróttaskóla fundaði í sumar og hefur hug á að skila niðurstöðu fyrir áramót.
Menningar og frístundafulltrúi kynnti starf íþróttadeilda Hamars og þær breytingar sem hafa orðið á starfinu í ár. Umræður voru um íþróttaskóla fyrir yngstu börnin og annað frístundastarf. Menningar og frístundafulltrúa er falið að kalla eftir iðkendatölum frá Íþróttadeildum Hamars og hvort að sé breyting á þátttöku barna í ár vegna ástandsins í samfélaginu.

Fundi slitið - kl. 18:55.

Getum við bætt efni síðunnar?