Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

57. fundur 21. apríl 2020 kl. 16:00 - 16:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Ingibjörg Zoéga Björnsdóttir
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Sigurður Páll Ásgeirsson
Starfsmenn
  • Jóhanna Margrét Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna Margrét Hjartardóttir Menningar og frístundafulltrúi
Dagskrá
Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Staðan í íþróttamannvirkjum.

2004030

Menningar og frístundafulltrúi kynnti að starfsmenn hafi verið að sinna minni viðhaldsverkefnum og tiltekt á meðan lokað hefur verið v/Covid19. Einnig hafa starfsmenn verið tilbúnir til að sinna öðrum verkefnum á öðrum starfsstöðvum bæjarfélagsins. Hafinn er undirbúningur á stærri viðhaldsverkefnum sem verða framkvæmd í vor og sumar.

2.Viðburðir á næstunni.

2004031

Menningar og frístundafulltrúi hefur skipulagt viðburð til að fagna sumri. Það verða stofutónleikar á síðasta vetrardag í samstarfi við Heimi Eyvindarson og aðra tónlistarmenn í Hveragerði og síðan verður bílabíó á sumardaginn fyrsta. Bæði verkefni eru í samvinnu við Hótel Örk sem opnar dyrnar fyrir tónleika og bílastæði fyrir bíósal.
Nefndin þakkar samstarfsaðilum kærlega fyrir.

3.Menningarverðlaun Hveragerðisbæjar 2020.

2004032

Nefndarmenn ákváðu hver myndi hljóta menningarverðlaun Hveragerðisbæjar árið 2020. Verðlaunin verða afhent á 17. júní.

4.Sumarið

2004033

Menningar og frístundafulltrúi er farinn að undirbúa námskeið fyrir börn og unglinga í sumar. Dagskrá verður birt á heimasíðu bæjarins í lok maí en ævintýranámskeiðið verður kynnt á allra næstu dögum.

Byrjað er að undirbúa hátíðahöld 17.júní en tilkynnt verður hvernig þeim verður háttað þegar það liggur fyrir v/samkomubanns.

Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar mun líklega verða haldin eins og undanfarin ár en tekið verður mið af reglum v/samkomubanns o.fl.

5.Kynning á bókunum Bæjarráðs frá 16.04.2020

2004035

Kynning á verkefninu #elskuMeira. Sjá bókun Bæjarráðs 16.04.2020.
Kynning á Hamingjulestinni og hamingjuráðherra Hveragerðisbæjar.
Menningar og frístundafulltrúi er tilnefnd sem ,,hamingjuráðherra? Hveragerðisbæjar og er fulltrúi í nýju áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands, á vegum SASS, sem ber heitið Hamingjulestin. Sjá bókun Bæjarráðs 16.04.2020.
Fundargerð lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Getum við bætt efni síðunnar?