Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

56. fundur 26. febrúar 2020 kl. 17:30 - 18:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Ingibjörg Zoéga Björnsdóttir
  • Nína Kjartansdóttir
  • Hafsteinn Þór Auðunsson
  • Unnur Birna Björnsdóttir
Starfsmenn
  • Jóhanna Margrét Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna Margrét Hjartardóttir Menningar og frístundafulltrúi
Dagskrá
Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Kynning á nýjum forstöðumanni Listasafns Árnesinga.

2002051

Kristín er nýr forstöðumaður Listasafnsins og kynnti hún sig og komandi verkefni í Listasafninu.
Nefndarmenn buðu Kristínu velkomna til starfa.

2.Ungmennaráð - hvað er á döfinni.

2002052

Ungmennaráð kynnti fyrir nefndarmönnum hugmyndir að verkefnum ráðsins.

3.Aðsóknartölur að íþróttamannvirkjum 2019

2002053

Menningar og frístundafulltrúi fór yfir aðsóknartölur/leigutekjur að íþróttamannvirkjum Hveragerðisbæjar. Mikil aukning hefur verið á aðsókn að Sundlauginni Laugaskarði eða um 18%. Aukning hefur verið á óskum um að leigja laugina til hópa og hefur það verið gert í lok dags eftir að opnunartíma laugarinnar lýkur eða í lok opnunartíma. Ekki hefur enn verið samþykkt formleg gjaldskrá v/leigugjalds. Á fundinum kynnti menningar og frístundafulltrúi það gjald sem hefur verið notað v/leigunnar.
Nefndin mælist til þess við bæjarstjórn að mótaðar verði reglur v/leigu og endurgjalds sundlaugar/ íþróttamannvirkja.

4.Heilsueflandi samfélag - stýrihópur o.fl.

2002054

Kynning á nýskipuðum stýrihóp í Hveragerðisbæ v/Heilsueflandi samfélags sem var samþykktur á fundi bæjarráðs 20. febrúar 2020.
Jóhanna M. Hjartardóttir menningar og frístundafulltrúi mun starfa með hópnum. Starfshópurinn fundar að lágmarki tvisvar sinnum á ári. Minni verkefnahópar vinna að ýmsum verkefnum á milli funda. Einnig verða fleiri aðilar kallaðir til sem álitsgjafar í ákveðnum verkefnum.

Stýrihópinn skipa:
- Eyþór H. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, formaður
- fulltrúi frá Grunnskólanum í Hveragerði
- fulltrúi frá Leikskólanum Undralandi
- fulltrúi frá Leikskólanum Óskalandi
- Jón Benediktsson, frá Heilsugæslunni í Hveragerði
- Einar Þorfinnsson, Hverfislögreglumaður í Hveragerði
- fulltrúi frá Íþróttafélaginu Hamri
- Rannveig Reynisdóttir, yfirmaður öldrunarmála
- Halla Dröfn Jónsdóttir, félagsráðgjafi

5.Undirbúningur fyrir íbúafund.

2002055

Nefndarmenn undirbjuggu íbúafund um viðburði og hátíðir í Hveragerðisbæ. Einnig verður rætt um húsnæði Kjöt og kúnst sem bærinn festi nýlega kaup á.

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?