Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

10. fundur 12. október 2010 kl. 16:30 - 18:03 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Heimir Eyvindarson
  • Hjördís Harpa Guðlaugsdóttir
  • Elínborg Ólafsdóttir og Hafþór Vilberg Björnsson mættu ekki.
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Eyþór H. Ólafsson stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. Heimir kom með athugasemd um óstundvísi fundarmanna og óskaði eftir að fundir hæfust hér eftir á boðuðum tíma.

DAGSKRÁ:

 

1. Úthlutun úr afreks- og styrktarsjóði
Fjórar umsóknir bárust í haustúthlutun 2010.

a.  Hafsteinn Valdimarsson keppandi með A-landsliði Íslands í blaki - undankeppni Evrópumóts Smáþjóða 17. - 21. júní 2010.

  • Nefndin samþykkir að úthluta Hafsteini kr. 40.000.

b. Kristján Valdimarsson keppandi með A-landsliði Íslands Íslands í blaki í undankeppni Evrópumóts Smáþjóða 17. - 21. júní 2010.

  • Nefndin samþykkir að úthluta Kristjáni kr. 40.000.

c. Skokkhópur Hamars - til að efla þátttöku almennings til göngu og hlaupa.

  • Erindinu hafnað þar sem það á ekki við tilgang sjóðsins.  Nefndin lýsir yfir vilja til samstarfs við skokkhópinn á öðrum sviðum. 

d. Knattspyrnudeild Hamars - vegna náms/endurmenntunarferðar þjálfara til Noregs sumarið 2010.

  • Nefndin samþykkir að úthluta knattspyrnudeild Hamars kr. 20.000.

2. Listamannahúsið Varmahlíð
Fundargerð úthlutunarnefndar Varmahlíðar frá 15. september 2010, lögð fram.  Nefndin samþykkir afgreiðslu úthlutunarnefndar.

3. Umsóknir um styrki - kynning
Menningar- og frístundafulltrúi kynnti þau verkefni sem sótt var um í styrktarsjóði.

 4. Blómstrandi dagar
Kostnaðaryfirlit lagt fram til kynningar.  Nefndin leggur til að bæjarhátíðin Blómstrandi dagar 2011 verði helgina 12. - 14. ágúst.  Ákveðið að leita samstarfs við Bylgjuna um beinar útsendingar og kynningu á hátíðinni.

5.Ungmennaráð - kynning og skipan
Vinnureglur fyrir Ungmennaráð Hveragerðisbæjar sem samþykktar voru í bæjarstjórn þann 9. september 2010 lagðar fram til kynningar.  Nefndin leggur til að eftirfarandi 7 fulltrúar skipi fyrsta Ungmennaráð Hveragerðis: Brynja Benediktsdóttir, Kristín Munda Kristinsdóttir, Aron Karl Ásgeirsson,  Árni Þór Steinarsson Busk, Ester Lóa Guðmundsdóttir, Óli Þór Skaftason og Bjarki Jón Heimisson.

6. Grýluvöllur - framkvæmdir
Formaður kynnti framkvæmdir á nýjum gervigrasvelli.

7. Heilsustígur við Laugaskarð - staða mála
Á fundi skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar Ölfuss 21. september 2010 var ósk frá Hveragerðisbæ um leyfi til að setja skilti og æfingatæki úr náttúrulegum efnum við núverandi göngustíg í hlíðum Reykjafjalls.  Þess má geta að ekki var verið að óska eftir nýlagningu á stíg.

 Afgreiðslan var svo hljóðandi: "Málið kynnt. Með erindinu vantar umsögn frá LBHÍ að Reykjum, sem er landeigandi á því svæði sem stígurinn er á og fyrirhuguð skilti eiga að koma. Nefndin tekur jákvætt í erindið um að setja upp skilti til leiðbeiningar og fróðleiks og uppsetningu á tækjum."

Beðið er eftir samþykki landeigenda á Reykjum en búið er senda nýjan uppdrátt og yfirlit yfir staðsetningu æfingatækja til LBHÍ að Reykjum.

8.  Safnahelgi Suðurlands 5. - 7. nóvember
Safnahelgi Suðurlands hefst með opnunarhátíð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði þann 4. nóvember n.k. Menningar- og frístundafulltrúi kynnti fyrirhugaða dagskrá í Hveragerði.

9. Menningarstarf næsta árs
Velt upp ýmsum hugmyndum. Menningar- og frístundafulltrúa falið að fylgja þeim eftir.

10. Sumarstarf stofnana - kynning
Menningar- og frístundafulltrúi fór yfir sumar og hauststarfsemi íþróttamannvirkja.  Lögð fram til kynningar skýrsla um sumarið 2010 frá Upplýsingamiðstöð og Hverasvæði. 

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?