Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

12. fundur 14. júní 2011 kl. 17:00 - 18:00 Hverasvæðishúsinu
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Hafþór Vilberg Björnsson
  • Elínborg Ólafsdóttir
  • Hjördís Harpa Guðlaugsdóttir
  • Heimir Eyvindarson
  • Aldís Hafsteinsdóttir
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

DAGSKRÁ:

1. Viðburðir og hátíðir 2011 - kynning
Farið yfir dagskrá 17. júní og gang mála varðandi undirbúning annarra hátíða sumarsins 2011. 

2. Jarðskjálftasafn - kynning
Bæjarstjóri kynnti fyrirhugað Jarðskjálftasafn í Sunnumörk.

3. Íþróttamannvirki – staða mála
Menningar- og frístundafulltrúi kynnti starfsemi íþróttamannvirkjanna. Heimir spurði um aðdraganda og þarfagreiningu v/íþróttamannvirkja og hvort annarra leiða en byggingu mjúkhýsis hefði verið leitað varðandi uppbyggingu þeirra.  Formaður tjáði fundarmönnum að margir kostir hefðu verið skoðaðir en umræddur kostur hefði orðið fyrir valinu því að hann hefði verið talinn hagkvæmastur.

4. Heilsustígur við Laugaskarð 2. áfangi
2. áfangi heilsustígsins er tilbúinn til uppsetningar.  Fyrirhugað að vígja heilsustíginn formlega

 5. Vinnuskóli og námskeið sumarsins
Menningar- og frístundafulltrúi fór yfir starfsemi Vinnuskólans og aðsókn barna og ungmenna á sumarnámskeið það sem af er sumri.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?