Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

13. fundur 01. september 2011 kl. 17:00 - 18:32 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Hafþór Vilberg Björnsson
  • Elínborg Ólafsdóttir
  • Hjördís Harpa Guðlaugsdóttir
  • Heimir Eyvindarson
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

DAGSKRÁ:

1. Farið yfir sumarstarf barna og unglinga
Menningar- og frístundafulltrúi fór yfir sumarstarfsemi vinnuskólans og námskeiða.

2. Hátíðir
Kostnaðaryfirlit bæjarhátíðarinnar lagt fram til kynningar.  Það var fagnaðarefni að var tekjuafgangur af hátíðinni að þessu sinni. Næsta bæjarhátíð er fyrirhuguð helgina 17. - 19. ágúst. 

3. Hauststarf íþróttamannvirkja
Menningar- og frístundafulltrúi kynnti starfið sem er framundan í vetur í íþróttamannvirkjum bæjarins og sagði frá íþrótta- og tómstundakynningardegi sem foreldrafélag grunnskólans stendur fyrir í samvinnu við félög í bænum.

4. Listamannahúsið Varmahlíð
Búið að auglýsa eftir dvalargestum frá október 2011 – október 2012.

5. Skáldin okkar
Formaður ræddi varðveislu veggspjalda sem voru sett upp á sýningunni Hveragerðisskáldin sem að eldri borgarar höfðu veg og vanda af að setja upp. Umræður um staðsetningu o.fl.

6. Félagakynningar
Formaður sagði frá hugmynd um að standa fyrir félagakynningu fyrir fullorðna einu sinni á ári þar sem bæjarbúar geta kynnt sér framboð í félagslífi bæjarins með það að markmiði að auka samkennd og rjúfa félagslega einangrun.  Hugmyndir ræddar um að bæta inn á heimasíðuna aðgengilegum upplýsingum fyrir þá sem eru að flytja í bæinn.

 7. Afþreying í Hveragerði
Rætt var um að kortleggja afþreyingu (tómstundir, fræðsla o.fl.) sem boðið er upp á í bænum og hvernig hún nýtist mismunandi hópum fólks og marka stefnu um úrbætur ef þarf.  Nefndin stefnir að stefnumótunarfundi nú á haustdögum.

8. Ljósmyndasamkeppni í Hveragerði
Formaður kom með hugmynd um að halda ljósmyndasamkeppni á meðal bæjarbúa þar sem valdar verði bestu myndirnar af lífinu og umhverfinu í Hveragerði eða einhverju ákveðnu þema.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?