Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

14. fundur 06. desember 2011 kl. 17:00 - 18:15 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Hafþór Vilberg Björnsson
  • Elínborg Ólafsdóttir
  • Hjördís Harpa Guðlaugsdóttir
  • Heimir Eyvindarson
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

DAGSKRÁ:

1. Viðburðir um jól
Menningar- og frístundafulltrúi fór yfir viðburðadagatalið Jól í bæ 2011 og kynnti jólagluggadagatal bæjarins.

2. Íþróttamenn Hveragerðisbæjar 2011.
Menningar- og frístundafulltrúi lagði fram nafnalista með tillögum að íþróttamönnum Hveragerðis 2011. Tillögur bárust frá knattspyrnu-og körfuknattleiksdeild Hamars, Blaksambandi Íslands, Fimleikadeild Umf. Selfoss, Golfklúbbi Hveragerðis og Íshókkísambandi Íslands. Ákveðið hverjir hljóti viðurkenningar og útnefningar sem íþróttamenn Hveragerðis 2011. Athöfnin verður haldin þriðjudaginn 30. desember kl. 17:00 í Listasafni Árnesinga.

3. Stefnumótun í MÍF málum
Formaður fór yfir ýmis menningar-, íþrótta- og frístundamál og hvað var stefnt á að gera á næstunni.  Ákveðið að fara á þorranum í kynnis- og stefnumótunarferð.

4. Varmahlíðarhús
Menningar- og frístundafulltrúi fór yfir úthlutun og umsóknir í listamannahús bæjarins. Umræður um að bjóða fleiri faghópum að dvelja í húsinu.

5. Fréttir frá stofnunum
Menningar- og frístundafulltrúi fór yfir starfsemi íþróttamannvirkja og menningarviðburði í nóvember tengda Safnadögum á Suðurlandi

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?