Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

15. fundur 28. febrúar 2012 kl. 17:00 - 18:40 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Hafþór Vilberg Björnsson
  • Elínborg Ólafsdóttir
  • Hjördís Harpa Guðlaugsdóttir
  • Heimir Eyvindarson
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá

1. Kynning á nýendurreistu Listvinafélagi bæjarins
Fulltrúar úr stjórn Listvinafélags Hveragerðis komu og kynntu markmið félagsins og mögulegt samstarf við Hveragerðisbæ.  Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Varmahlíðarhúsið verið tekið frá fyrir hugsanlega viðburði á vegum Listvinafélagsins í júnímánuði 2012

2. Fréttir frá stofnunum
Forstöðumaður bókasafnsins fór yfir aðsóknar- og útlánstölur 2011. Lögð fram ársskýrsla Hverasvæðis og Upplýsingamiðstöðvar.  Menningar- og frístundafulltrúi fór yfir aðsóknartölur Sundlauginnar Laugaskarði3. 

3. Endurskoðun á reglugerð um íþróttamann ársins
Ákveðið að endurskoða reglugerð um íþróttamann Hveragerðis.  Menningar- og frístundafulltrúa falið að leggja fram drög á næsta fundi.

4. Minjagripir tengdir Hveragerði
Umræður um minjagripi tengda Hveragerði.  Ákveðið að menningar- og frístundafulltrúi vinni áfram að hugmyndum með það að markmiði að einhverjar útfærslur verði tilbúnar fyrir sumarið.

5. Heims / bæjar kaffi, undirbúningur
Ákveðið að hafa bæjarkaffi til að heyra raddir bæjarbúa um viðburði og hátíðir í bæjarfélaginu.  Bæjarkaffi er vettvangur þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að koma sínum hugmyndum og tillögum á framfæri.  Menningar- og frístundafulltrúa ásamt Elínborgu Ólafsdóttur er falið að undirbúa bæjarkaffið.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?