Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

17. fundur 20. september 2012 kl. 17:00 - 17:57 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Guðríður Aadnegard
  • Kristín Arna Hauksdóttir
  • Heimir Eyvindarson
  • Hafþór Vilberg Björnsson boðaði forföll.
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

 

Dagskrá:

 

1. Blómstrandi dagar
Uppgjör lagt fram til kynningar og umræðu.

2. Íþróttamannvirki – hauststarfið
Menningar- og frístundafulltrúi kynnti hauststarf  íþróttamannvirkja og gang mála í Hamarshöllinni.

3. Safnahelgi á Suðurlandi
Safnahelgi á Suðurlandi verður helgina 2.-4. nóvember. Menningar- og frístundafulltrúi kynnti undirbúning og mögulegar uppákomur í Hveragerði.

4. Menningarmál – safngripir
Formaður kynnti að Hveragerðisbær ætti túrbínu úr rafstöðinni sem stóð við Varmá. Umræður um varðveislu minjanna og ákveðið að sækja um styrki til verkefnisins.

5. Varmahlíð – listamannahús
Dvöl í Varmahlíð – listamannahúsi bæjarins fyrir árið 2013, verður laus til umsóknar frá og með 1. október næstkomandi. Menningar- og frístundafulltrúi sér um að auglýsa.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?