Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

19. fundur 12. desember 2012 kl. 17:00 - 17:40 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
 • Eyþór H. Ólafsson
 • Elínborg Ólafsdóttir
 • Heimir Eyvindarson
 • Hafþór Vilberg Björnsson
Starfsmenn
 • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

 1. Íþróttamaður Hveragerðisbæjar 2012.
  Menningar- og frístundafulltrúi lagði fram nafnalista með tilnefningum íþróttamanna Hveragerðis 2012. Tilnefningar bárust frá knattspyrnu-, körfuknattleiksdeild og skokkhópi Hamars, Blaksambandi Íslands, Fimleikadeild Umf. Selfoss, Golfklúbbi Hveragerðis og Íshókkísambandi Íslands. Ákveðið hverjir hljóti viðurkenningar og útnefningu sem íþróttamaður  Hveragerðis 2012.
  Athöfnin verður haldin föstudaginn 28. desember kl. 17:00 í Listasafni Árnesinga.
 2. Varmahlíðarhús
  Menningar- og frístundafulltrúi fór yfir úthlutun úthlutunarnefndar Varmahlíðarhússins og umsóknir í listamannahús bæjarins.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?