Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

20. fundur 30. apríl 2013 kl. 17:00 - 18:35 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
 • Eyþór H. Ólafsson
 • Elínborg Ólafsdóttir
 • Heimir Eyvindarson
 • Hafþór Vilberg Björnsson
 • Hjördís Harpa Guðlaugsdóttir boðaði forföll ekki náðist í varamann
Starfsmenn
 • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

 1. Afreks- og styrktarsjóður úthlutun
  Ein umsókn barst frá Dagnýju Lísu Davíðsdóttur sem var valin í U16 ára landslið í körfuknattleik. Samþykkt að veita henni 50 þúsund kr styrk v/ferðar á NM í Svíþjóð sem verður haldið 8. – 12. maí.
 2. Sumarnámskeið
  Undirbúningur vegna skipulags námskeiða fyrir sumarið 2013 er að hefjast. Fyrirhugað að gefa út upplýsingabækling í lok maí sem verður aðgengilegur á vef bæjarins og dreift á heimili bæjarins.
 3. Hátíðir
  Kynning á fyrirhuguðum hátíðum í sumar og haust.
 4. Starfsemi stofnana
  Menningar- og frístundafulltrúi kynnti starf íþróttamannvirkja og framkvæmdir. Starfsskýrsla Bókasafnsins lögð fram til kynningar. Rætt um möguleika Hveragerðis til að halda landsmót UMFÍ 50+. Athuga með pakkatilboð v/æfingabúða íþróttahópa.
 5. Menningarstefna Hveragerðisbæjar
  Formaður leggur að farið verði í að marka menningarstefnu fyrir Hveragerðisbæ. Lagðir voru fram minnispunktar þess efnis.
 6. Menningarlandið 2013 – frásögn EHO frá ráðstefnu á Klaustri 11. og 12. apríl s.l.
  Formaður sagði frá menningarráðstefnunni, Menningarlandið 2013, sem fór fram á Klaustri um miðjan apríl s.l.
 7. Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði
  Bréf lagt fram til kynningar: Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði um mikilvægi þess að sveitarstjórnir skipi ungmennaráð og minni á mikilvægi þess að ungmenni séu höfð með í ráðum varðandi ýmis málefni. Vitnað var í 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna og ungmenna til að láta skoðanir sínar í ljós og  hafa áhrif á öll mál er þau varða.
 8. Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól – starfsemin haust 2013
  Starfsemi félagsmiðstöðvar fyrir næsta starfsár rædd og möguleg tengsl við ungmennaráð.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?