Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

21. fundur 18. júní 2013 kl. 17:00 - 18:50 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
 • Eyþór H. Ólafsson
 • Elínborg Ólafsdóttir
 • Hafþór Vilberg Björnsson
 • Heimir Eyvindarson og Hjördís Harpa Guðlaugsdóttir mættu ekki.
Starfsmenn
 • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

 

Dagskrá:

 

 1. Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar

  Ýmsar hugmyndir komu fram um viðburði á bæjarhátíðinni sem verða skoðaðar við undirbúning.

 2. Afreks- og styrktarsjóður úthlutun
  Umsókn um styrk barst frá Ragnari Nathanaelssyni sem var valinn í A landslið karla en hann tók þátt í Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg og fyrirhuguð er keppnisferð til Kína. Samþykkt að veita honum styrk til fararinnar.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?