Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

24. fundur 27. febrúar 2014 kl. 17:00 - 18:50 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Elínborg Ólafsdóttir
  • Hafþór Vilberg Björnsson
  • Heimir Eyvindarson
  • Guðríður Aadnegard
  • Hjördís Harpa Guðlaugsdóttir boðaði forföll.
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

1. Stefnumörkun í íþrótta- og menningarmálum
Farið yfir drög að punktum um menningar- og íþróttastefnu.  Ákveðið að vinna áfram með drögin fram að næsta fundi.

2. Aðsóknartölur liðins árs í íþróttamannvirkjum
Menningar- og frístundafulltrúi fór yfir aðsóknartölur og tekjur íþróttamannvirkja.

3. Menningarverkefni 2014 – umsókn um styrki til Menningarráðs Suðurlands
Menningar- og frístundafulltrúi kynnti þau verkefni sem fóru í umsóknarferli til Menningarráðs Suðurlands.

4. Leyndardómar Suðurlands
Framundan er umfangsmikið kynningarátak á Suðurlandi þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum, matvælaframleiðendum, félögum, fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og öllum öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt. Átakið kallast „Leyndardómar Suðurlands“ og mun standa yfir frá miðvikudeginum 28. mars til sunnudagsins 6. apríl nk. Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Markaðsstofa Suðurlands sem standa fyrir verkefninu.  
Nefndarmenn ræddu möguleg verkefni sem myndu kynna Hveragerðisbæ sem best og mögulega samstarfsaðila. Menningar- og frístundafulltrúa falið að vinna áfram að undirbúningi.

 Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?