Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

26. fundur 26. ágúst 2014 kl. 17:00 - 18:15 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Ninna Sif Svavarsdóttir
  • Alda Pálsdóttir
  • Jakob Fannar Hansen
  • Walter Fannar Kristjánsson
  • Fanný Björk Ástráðsdóttir
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

 

Í upphafi fundar var nefndarmönnum afhent erindisbréf menningar-, íþrótta og frístundanefndar.

1. Kynning á bókabæjum austanfjalls
Hlíf S. Arndal, forstöðumaður Bókasafns Hveragerðis, kynnti verkefnið Bókabærinn austanfjalls. Verkefnið er tengt bókum, menningu og ferðaþjónustu á svæðinu. Lykilfyrirtæki verkefnisins nú við upphaf þess eru Sunnlenska bókakaffið og Konubókastofan á Eyrarbakka en auk þess standa að verkefninu Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Markaðsstofa Suðurlands, Flóahreppur, Bókasafn Árborgar, Listvinafélag Hveragerðis auk fjölda aðila í ferðaþjónustu, menntun og menningu á svæðinu.

2. Afreks- og styrktarsjóður, umsóknir
Menningar- og frístundafulltrúi lagði fyrir tvær umsóknir sem hafa borist frá Ragnari Á. Nathanaelssyni, körfuknattleiksmanni með A landsliði Íslands og Kristrúnu Rut Antonsdóttur knattspyrnukonu með meistaraflokki Selfoss.  Nefndin ákvað að styrkja þetta unga og efnilega íþróttafólk. Reglur um afreks- og styrktarsjóð verða teknar fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

3. Hreyfivikan “Move week” . SamEvrópskt verkefni.
Markmiðið er að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar. Sambandsaðilar UMFÍ hvetja til þátttöku hér á Íslandi vikuna 29. sept. – 5. október.  Menningar og frístundafulltrúa er falið hafa samband við íþróttafélagið Hamar og önnur frístundafélög bæjarins um þátttöku og samstarf við skipulagningu þessa daga. Eins að hvetja leik- og grunnskóla til virkrar þátttöku.

4. Vetrarstarf íþróttamannvirkja.
Menningar- og frístundafulltrúi kynnti undirbúning vetrarstarfs í íþróttamannvirkjum.

5. Erindi sem hafa borist.
Bréf frá íþróttafélaginu Hamri vegna framtíðarfyrirkomulags á akstri upp í Hamarshöll.  Menningar- og frístundafulltrúa hefur verið falið að skoða ýmsar útfærslur á akstri í Hamarshöll frá Skólaseli en óskað hefur verið eftir við knattspyrnudeild Hamars að hafa sama fyrirkomulag á akstri og samið var um síðastliðinn vetur í u.þ.b. 3 mánuði núna á haustmánuðum. Nefndin leggur til að bæjarstjóra verði falið að ræða við formann Hamars um beiðni félagsins um samstarf vegna kaupa á rútu.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?