Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

30. fundur 25. mars 2015 kl. 13:00 - 16:00 Fundarsalur Frost og Funa
Nefndarmenn
  • Ninna Sif Alda Pálsdóttir
  • Vilhjálmur Sveinsson
  • Walter Fannar Kristjánsson
  • Fanný Björk Ástráðsdóttir
  • Jakob Fannar Hansen boðaði forföll.
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

1. Íþrótta- og frístundastefna
Unnið að lokadrögum varðandi stefnumótun fyrir íþrótta- og frístundasvið.

 2. Menningarstefna
Unnið að lokadrögum varðandi stefnumótun fyrir menningarsvið.

 3. Ungmennaþing
Hugmyndir ræddar varðandi aukinnar þátttöku ungs fólks í bæjarmálum. Ákveðið að hafa ungmennaþing í vor.

4. Forvarnir í íþróttamannvirkjum
Bréf frá stjórn íþróttafélagsins Hamars um aukna notkun á tóbaki í og við íþróttamannvirki bæjarins. 
Á fundi menningar-, íþrótta- og frístundanefndar 25. mars 2015, var ákveðið að farið yrði í herferð gegn tóbaksnotkun í og við íþróttamannvirki bæjarins í samvinnu við Íþróttafélagið Hamar. Sett verða upp plaköt í öllum íþróttahúsunum til að minna á bannið og auðvelda starfsfólki / þjálfurum að fylgja því eftir. Nú þegar eru merkingar fyrir utan íþróttamannvirkin sem banna notkun tóbaks.

 5. Umsókn í afreks- og styrktarsjóð
Dagný Rún Gísladóttir knattspyrnukona í 2. flokki og meistaraflokki Selfoss Óskar eftir styrk vegna æfingaferðar til Spánar. Nefndin ákvað að styrkja Dagnýju til fararinn samkvæmt vinnureglu C.

 Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?