Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

32. fundur 20. október 2015 kl. 16:30 - 17:48 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Þórhallur Einisson
  • Alda Pálsdóttir
  • Jakob Fannar Hansen
  • Walter Fannar Kristjánsson
  • Fanný Björk Ástráðsdóttir
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

1. Vetrarstarf íþróttamannvirkja
Vetrarstarf íþróttafélagsins Hamars fór vel af stað og er íþróttahúsið Skólamörk og Hamarshöll þétt setin eftir að skóla lýkur og fram á kvöld. Formaður fór yfir viðhaldsframkvæmdir í íþróttahúsinu Skólamörk. Nefndin ræddi áherslur í fjárhagsáætlun 2016.

 2. Varmahlíð, kynning
Auglýst verður eftir umsóknum um dvöl í listamannahúsið Varmahlíð í nóvember fyrir árið 2016. Menningar- og frístundafulltrúi kynnti gesti og framlag þeirra sem dvöldu í húsinu í ár.

3. Menningarviðburðir
Menningar- og frístundafulltrúi kynnti þá viðburði sem eru á döfinni í Bókasafni og Listasafni á næstu mánuðum. Safnahelgi Suðurlands er 30. okt. – 1. nóv. n.k. Farið var yfir viðburði sem tengjast árlegu viðburðadagatali tengt jólum, Jól í bæ.

4. Hamarshöll
Lagður var fram til kynningar endurnýjaður samningur við Bjarka Frey Jóhannesson eiganda Landferða, um akstur skólabarna á milli skólasels/íþróttahúss og Hamarshallar eftir að skóla líkur. Skipulag aksturs er unnin í samvinnu við íþróttafélagið Hamar. 

5. Landsmótsnefnd UMFÍ 50+
Héraðssambandið Skarphéðinn óskaði eftir tilnefningum í framkvæmdanefnd landsmóts 50+ sem haldið verður í Hveragerði árið 2017. Menningar og frístundafulltrúi kynnti framkvæmdanefnd mótsins en í henni munu sitja Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri, Þórhallur Einisson formaður míf nefndar, Jóhanna M. Hjartardóttir menningar og frístundafulltrúi, Hjalti Helgason formaður íþróttafélagsins Hamars og Auðunn Guðjónsson frá Golfklúbbi Hveragerðis sem fulltrúi annarra frístundafélaga. Einnig munu fulltrúar frá HSK sitja í nefndinni. Míf nefnd leggur ríka áherslu á að framkvæmdanefnd mótsins hittist sem fyrst og ákveði dagsetningu og annað sem varðar framkvæmd mótsins.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?