Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

35. fundur 27. apríl 2016 kl. 17:00 - 18:05 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Alda Pálsdóttir
  • Jakob Fannar Hansen
  • Walter Fannar Kristjánsson
  • Vilhjálmur Sveinsson
  • Þórhallur Einisson og Fanný Björk Ástráðsdóttir boðuðu forföll.
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.


Dagskrá:

 

1.       Ungmennaráð skipað
Í ungmennaráði eiga sjö fulltrúar sæti, fjórir úr nemendaráði grunnskólans og þrjú ungmenni valin af menningar-, íþrótta-  og frístundanefnd. 
Í lok mars var auglýst eftir áhugasömum ungmennum til að sitja í ungmennaráði Hveragerðisbæjar. Þau Bryndís Gunnarsdóttir  nemi í FSu, Davíð Ernir Kolbeins nemi í Kvennaskólanum í  Reykjavík og Jóhann Karl Ásgeirsson nemi í FSu gáfu kost á sér til að vera fulltrúar í ungmennaráði. Nefndin leggur til að þau þrjú skipi vinnuhóp sem komi með tillögur um næstu skref og skipun ungmennaráðs fyrir 20. september nk.

2.       Sumarnámskeið
Menningar- og frístundafulltrúi kynnti fyrirhuguð námskeið fyrir börn og ungmenni sumarið 2016. Ákveðið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum sem vilja halda fjölbreytt námskeið fyrir börn og ungmenni.

3.       Viðburðir, hátíðir og samstarf
Menningar- og frístundafulltrúi kynnti fyrirhugaða dagskrá afmælisársins. Ýmsar hugmyndir ræddar. Ákveðið að kynna viðburði ársins í byrjun maí á heimasíðu bæjarins og vefmiðlum.

 Fundargerð lesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?