Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

36. fundur 30. ágúst 2016 kl. 17:00 - 18:05 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Þórhallur Einisson
  • Alda Pálsdóttir
  • Jakob Fannar Hansen
  • Walter Fannar Kristjánsson
  • Fanný Björk Ástráðsdóttir
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.


Dagskrá:

 1.       Sumarnámskeið
Mikið framboð var á sumarnámskeiðum fyrir börn og voru þau flest vel sótt. Mikill fjöldi barna var á ævintýranámskeiðinu í júní en heldur færri þegar líða tók á sumarið.

2.       Hátíðir sumarsins
Báðar hátíðir sumarsins, Blóm í bæ og bæjarhátíðin Blómstrandi dagar tókust vel og voru viðburðir vel sóttir. Báðar hátíðir voru umfangsmeiri en vanalega vegna 70 ára afmælis bæjarins og voru á milli 5 – 600 manns sem fengu sér tertusneið af því tilefni á lokadegi bæjarhátíðarinnar.

3.       Vetrarstarf íþróttamannvirkja
Menningar og frístundafulltrúi kynnti vetrarstarfið í íþróttamannvirkjunum en búið er að raða niður tímum fyrir íþróttafélagið Hamar. Starf deildanna hefst 1. september.

 4.       Framkvæmdir
Kynning á framkvæmdaáætlun vetrarins í og við íþróttamannvirki bæjarins.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?