Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

38. fundur 15. desember 2016 kl. 17:00 - 17:30 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Jakob Fannar Hansen
  • Vilhjálmur Sveinsson
  • Ágúst Örlaugur Magnússon
  • Walter Fannar Kristjánsson
  • Alda Pálsdóttir og Fanný Björk Ástráðsdóttir boðuðu forföll.
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

1. Íþróttamaður Hveragerðisbæjar 2016.
Formaður og menningar- og frístundafulltrúi kynntu samantekt um afrek íþróttamanna sem eru með lögheimili í Hveragerði. Tilnefningar bárust frá Fimleikadeild Selfoss, Fimleikadeild Stjörnunnar, Golfklúbbi Hveragerðis, badminton-, blak-, fimleika-, knattspyrnu- og körfuknattleiksdeild Hamars, Lyftingafélagi Hengils og Íshokkísambandi Íslands. Nefndin ákvað hverjir hljóta viðurkenningar og útnefningu sem íþróttamaður Hveragerðis 2016.
Athöfnin verður haldin þriðjudaginn 29. desember kl. 17:00 í Listasafni Árnesinga.

 2. Varmahlíðarhús úthlutun - kynning
Menningar- og frístundafulltrúi kynnti umsóknir um dvöl listamanna í listamannahúsi bæjarins, Varmahlíð fyrir árið 2017. Menningar- og frístundafulltrúa ásamt formanni er falið að ganga frá úthlutun.

 3.  Landsmótsnefndar 50+
Fundargerð Landsmótsnefndar 50+ frá 8. nóvember 2016 lögð fram til kynningar.

 Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?