Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

40. fundur 03. maí 2017 kl. 17:00 - 18:33 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
 • Friðrik Sigurbjörnsson
 • Alda Pálsdóttir
 • Jakob Fannar Hansen
 • Walter Fannar Kristjánsson
 • Fanný Björk Ástráðsdóttir
Starfsmenn
 • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

 Dagskrá:

1. Kynning á World Scout Moot 2017 í Hveragerði dagana 24.-29. júlí
Gestur fundarins var Daníel Másson verkefnastjóri World Scout Moot 2017. Hann kynnti World Scout Moot 2017 sem verður 24. -29. júlí. Í heildina verða um 5000 þátttakendur á mótinu og þar af verða um 500 í Hveragerði af u.þ.b. 100 þjóðernum. Það verða tjaldbúðir á Landbúnaðarháskólanum á Reykjum og verða unnin ýmis samfélagsverkefni í og við bæinn.

2. Hátíðir Sumarsins
Menningar og frístundafulltrúi fór yfir hátíðir sumarsins:

 • 17. júní, dagskráin er í mótun.
 • Landsmót 50+, 23. - 25. júní – Dagskráin er tilbúin og er komin í kynningu. Skráning hefst 1. júní. Sjá heimasíðu UMFÍ og á fésbókinni.
 • World Scout Moot 2017, 24.-29. júlí 
 • Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar, 17.-20. ágúst – Stærri viðburðir eru bókaðir en dagskráin er enn í vinnslu. Góðar hugmyndir eru alltaf vel þegnar.
 • Hengill Ultra hlaupið, 2. september -  Kynning á framkvæmd hlaupsins.

3. Sumarstarf og námskeið fyrir börn
Menningar og frístundafulltrúi fór yfir sumarstarf og námskeið fyrir börn. Óskað eftir upplýsingum frá aðilum sem hafa áhuga á að halda sumarnámskeið fyrir börn fyrir 19. maí.

4.  Endurskoðun á reglugerðum
a)      Menningarverðlaun Hveragerðisbæjar, drög að reglugerð samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.
b)      Kjör íþróttamanns ársins, drög að reglugerð samþykkt. Walter Fannar fulltrúi S-lista lagði fram bókun um að verðlaun væru veitt til bæði íþróttamanns og –konu.

 5. Menningaverðlaun 2017
Nefndin lagði fram tillögu um hver hlyti menningarverðlaun Hveragerðisbæjar 2017.

 Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?