Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

41. fundur 12. júní 2017 kl. 17:00 - 17:45 Lystigarðinum í Hveragerði
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Alda Pálsdóttir
  • Jakob Fannar Hansen
  • Walter Fannar Kristjánsson
  • Fanný Björk Ástráðsdóttir
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

 

Dagskrá: 

1. Sumarnámskeið fyrir börn
Menningar og frístundafulltrúi kynnti fjölbreytt framboð sumarnámskeiða fyrir börn og aðsókn á þau námskeið sem eru byrjuð. Dreifibréf var sent í öll hús í Hveragerði varðandi sumarnámskeiðin og er einnig aðgengileg á vefsíðu Hveragerðisbæjar.

2. Hátíðir sumarsins

  • 17. júní - Farið yfir dagskrá 17. júní og rætt um aðkomu félaga að hátíðinni. Dagskrá 17. júní fylgdi með dreifibréfi fyrir sumarnámskeið. Dagskráin hefur tekið einhverjum breytingum sem verður kynnt á vefsíðu Hveragerðisbæjar.
  • Landsmót UMFÍ 50+ - Kynning á undirbúningi á Landsmóti UMFÍ 50+. Undirbúningsnefnd hefur fundað nokkrum sinnum síðan MÍF nefnd hittist síðast og er skráning hafin á mótið. Fyrirtæki og félög í bænum eru upplýst um landsmótið og verður margt í boði þessa helgi í bænum.
  • Blómstrandi Dagar - Rætt um dagskrá bæjarhátíðarinnar sem fer fram 17.-20. ágúst. Dagskráin er að verða fullmótuð. Ákveðið að leita eftir hugmyndum að viðburðum hjá Hvergerðingum.

 2. Árnaðaróskir 
Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd óskar Björgvini Karli Guðmundssyni til hamingju með sigur á Evrópu- og Afríkuleikunum í Crossfit og óskar honum velgengni á komandi Heimsleikum.

3. Önnur mál
Umræður um íþróttaskóla fyrir börn – ákveðið að taka upp viðræður við íþróttafélagið Hamar í haust.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?