Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

43. fundur 16. október 2017 kl. 17:00 - 18:10 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Alda Pálsdóttir
  • Walter Fannar Kristjánsson
  • Davíð Ernir Kolbeins
  • Fanný Björk Ástráðsdóttir
  • Jakob Fannar Hansen boðaði forföll.
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá 

1. Íþróttamaður ársins
Farið yfir reglugerð um kjör íþróttamanns ársins. Menningar- og frístundafulltrúa falið að senda fulltrúum deilda Hamars, íþróttafélögum og sérsamböndum póst og óska eftir upplýsingum um afrek íþróttamanna á árinu 2017 sem eiga lögheimili í Hveragerði fyrir 30. nóvember nk. Einnig skal almenningi gefinn kostur á að tilnefna íþróttamann ársins. Með tilnefningu skal fylgja greinargerð um árangur og rökstuðningur fyrir tilnefningu viðkomandi. Nefndin kemur saman í byrjun desember og fer yfir tilnefningar.

 2. Fullveldi Íslands 100 ára
Rætt um möguleg verkefni og dagskrá í tilefni af aldarafmæli íslenska fullveldisins á næsta ári og mögulega aðkomu Hveragerðisbæjar að afmælisdagskránni.

3.      Listamannahúsið Varmahlíð
Menningar- og frístundafulltrúi kynnti þá listamenn sem hafa dvalið í Varmahlíð í ár. Auglýst verður um umsóknir um dvöl í Varmahlíð í byrjun nóvember fyrir árið 2018.

 4. Landsmót 50+ í Hveragerði 2017
Formaður kynnti 11. fundargerð landsmótsnefndar 50+ 2017 og ánægju nefndarmanna með framkvæmd mótsins í heild sinni. Nefndin þakkar landsmótsnefnd, Gísla Páli, formanni landsmótsnefndar, starfsmönnum bæjarins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum fyrir góða vinnu við framkvæmd mótsins.

 5. Vetrardagskrá viðburða
Menningar og frístundafulltrúi kynnti viðburði sem eru í farvatninu á þessu ári. Einnig var farið yfir mögulega viðburði og fjárhagsáætlun 2018.

 6. Íþróttaskóli fyrir börn
Umræður eru hafnar við forsvarsmenn Íþróttafélagsins Hamars á mögulegri útfærslu á íþróttaskóla fyrir 6 – 8 ára börn. Ákveðið að skoða útfærslur á íþróttaskólum fyrir börn í öðrum sveitarfélögum. Menningar og frístundafulltrúi mun vinna tillögu í samstarfi við Íþróttafélagið Hamar og leggja fyrir nefndina á desemberfundinum. 

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?