Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

42. fundur 12. ágúst 2017 kl. 17:00 - 18:00 Lystigarði Hveragerðis
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Alda Pálsdóttir
  • Walter Fannar Kristjánsson
  • Davíð Ernir Kolbeins
  • Fanný Björk Ástráðsdóttir
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

1.      Heimsókn:
Einar Bárðarson kynnir íslenska utanvegahlaupið, Hengill Ultra Trail. Einar Bárðarson kynnti utanvegahlaupið Hengill Ultra Trail sem verður 2. september næstkomandi og hefst í Hveragerði.

2.      Farið yfir sumarstarfið og hátíðir
Menningar og frístundafulltrúi fór yfir námskeið sem voru haldin fyrir börn og ungmenni í sumar. Einnig var farið yfir framkvæmd hátíðanna, landsmót UMFÍ 50+, skátamótið World Scout Moot og bæjarhátíðina Blómstrandi daga. Allar hátíðirnar voru haldnar í einmuna veðurblíðu og tókust vel. Mikill mannfjöldi sótti bæinn heim þessa daga og þá viðburði sem voru í boði.

3.      Starfsemi haustsins í íþróttamannvirkjum
Menningar- og frístundafulltrúi fór yfir stöðu mála í íþróttamannvirkjum. Starf íþróttadeilda hefst í byrjun september og gengur vel að raða niður tímum. Verið er að mála laugarker sundlaugarinnar og er 3 nýjir starfsmenn að hefja störf í íþróttamannvirkjum í haust.

Nýr forstöðumaður, Elín Esther Magnúsdóttir, hefur verið ráðinn í félagsmiðstöð og skólasel en þetta er nýtt stöðugildi sem á eftir að efla það góða starf sem fyrir er. Nýr starfsmaður mun einnig sjá um ævintýranámskeiðin á sumrin.

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?