Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

45. fundur 05. febrúar 2018 kl. 17:00 - 18:15 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Alda Pálsdóttir
  • Fanný Björk Ástráðsdóttir
  • Soffía Valdimarsdóttir
  • Jakob Fannar Hansen
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. Formaður þakkaði Walter Fannari Kristjánssyni fulltrúa S-lista fyrir samstarfið og bauð Soffíu Valdimarsdóttur velkomna í nefndina.

Dagskrá:

 1. Íþróttaskóli
Umræður um framkvæmd á tillögu stjórnar Hamars um íþróttaskóla fyrir 6 – 8 ára börn sem leggur áherslu á að kynna starf allra deilda Hamars. Sjá nánari útfærslu í fylgiskjali. Horft er til þess að íþróttaskóli komi til framkvæmdar haustið 2018.

2. Íþrótta- og frístundastefna Hveragerðisbæjar - endurskoðun
Formaður og menningar- og frístundafulltrúi kynntu endurskoðuð drög að íþrótta- og frístundastefnu bæjarins.
Nefndarmenn samþykktu drögin að viðbættri eftirfarandi ályktun:

  • Hveragerðisbær áskilur sér rétt til þess að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félagasamtaka sem bjóða upp á frístundaiðkun fyrir börn og unglinga því, að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði þjálfara, umsjónarfólk og aðra sem koma að daglegu starfi félaganna um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda. Einnig skulu þeir sem Hveragerðisbær styrkir eða gerir samninga við sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum sínum og jafnréttislögum í starfi sínu og aðgerðaráætlun sé skýr. Hveragerðisbær hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við.

Menningar, íþrótta og frístundanefnd leggur til við bæjarstjórn að drög að íþrótta- og frístundastefnu Hveragerðisbæjar verði samþykkt.

3. Menningarstefna Hveragerðisbæjar
Formaður og menningar- og frístundafulltrúi kynntu drög að menningarstefnu bæjarins.
Menningar, íþrótta og frístundanefnd leggur til við bæjarstjórn að drög að menningarstefnu Hveragerðisbæjar verði samþykkt.

4. Ungmennaráð
Ákveðið að blása lífi í ungmennaráðið og boða starfsnefnd ungmenna frá síðasta ári á fund og ræða næstu skref. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 eru settar kr. 350 þúsund í starfsemi ráðsins.

5. Aðsókn að íþróttamannvirkjum 2017
Menningar- og frístundafulltrúi fór yfir aðsóknartölur og leigutekjur í íþróttamannvirkjum bæjarins.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið .

Getum við bætt efni síðunnar?