Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

46. fundur 16. apríl 2018 kl. 18:00 - 19:05 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Alda Pálsdóttir
  • Fanný Björk Ástráðsdóttir
  • Jakob Fannar Hansen
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir í forföllum Soffíu Valdimarsdóttir.
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

1. Menningarviðburðir
Menningar og frístundafulltrúi kynnti þá viðburði sem verða á árinu.

  • Sumardagurinn fyrsti: Sumarkomu fagnað í Sundlauginni Laugaskarði, gestum boðið í morgunverð, tónleikar Karlakórsins á svölunum kl. 11 og söguganga kl. 12.
  • 80 ára afmæli Sundlaugarinnar þann 6. júní: Menningar og frístundafulltrúi kynnti bókaða dagskrá og hugmyndir um aðra dagskrárliði.
  • 17. júní. Dagskrárdrög rædd.
  • d) Blómstrandi dagar 15. – 19. ágúst. Umræður um dagskrá.

 2. Sumarnámskeið fyrir börn
Menningar og frístundafulltrúi kynnti skipulag á íþrótta og ævintýranámskeiði og einnig var farið yfir önnur námskeið sem eru í undirbúningi.

 3. Menningarverðlaun 2018
MÍF nefnd ákvað hver myndi hljóta menningarverðlaun Hveragerðisbæjar 2018. Verðlaunin verða veitt við hátíðardagskrá á 17. júní.

4. Hengill Ultra
Formaður kynnti framkvæmd á utanvegahlaupinu Hengil Ultra trail sem verður haldið í sjöunda sinn þann 8. september næstkomandi.  Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á 100 km boðhlaup sem er skipt upp þannig að fjórir keppendur hlaupa 25 km hring, einn fyrir hvern keppanda. Annars eru styttri vegalengdir í kringum Hveragerði og nágrenni.

5. Önnur mál
Formaður óskaði eftir við nefndarmenn að bæta við dagskrá þakkarbréfi sem barst frá stjórn HSK og var það samþykkt

Þakkir vegna Landsmóts 50+ í Hveragerði
96. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins, haldið í Þorlákshöfn 10. Mars 2018, þakkar bæjarstjórn Hveragerðisbæjar ánægjulega samvinnu og frábæra aðstöðu og móttökur við framkvæmd Landsmóts 50+. Einnig er sjálfboðaliðum þakkað fyrir það mikla starf sem lagt var fram í tengslum við mótið.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið 

Getum við bætt efni síðunnar?