Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

47. fundur 13. ágúst 2018 kl. 17:00 - 18:35 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Jakob Fannar Hansen
  • Ingibjörg Zoëga
  • Nína Kjartansdóttir
  • Sandra Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og bauð nýja nefnd velkomna og leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1. Erindisbréf MÍF nefndar

Drög að erindisbréfi nefndarinnar lögð fram. Nefndin gerir ekki athugasemd við drögin og leggur til við bæjarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt.

2. Hátíðir og sumarnámskeið
Menningar og frístundafulltrúi fór yfir hátíðir sumarsins:

  • Sundlaugin Laugaskarði fagnaði 70 ára afmæli þann 6. júní og var boðið uppá viðburði í lauginni þann dag.
  • 17. júní hátíðarhöldin tókust vel og sýndi sólin sig þegar fjallkonan flutti ljóðið en dagskráin var fjölbreytt og fyrir alla fjölskylduna.
  • Dagskrá Blómstrandi daga er fjölbreytt og er áhersla á listsýningar, opnar vinnustofur og fjölbreytta tónleika í samstarfi við fyrirtæki í bænum.
  • Sumarnámskeiðin gengu heilt yfir vel. Stærsta námskeiðið var á vegum Hveragerðisbæjar, íþrótta- og ævintýranámskeiðið sem var í umsjón Elínar Esther Magnúsdóttur og sex starfsmanna auk aðstoðarmanna frá Vinnuskólanum. Loksins er námskeiðið komið í eigið húsnæði. Það var mikil ánægja með námskeiðin og var gott samstarf við stofnanir og fyrirtæki í bænum. Um 173 skráningar voru á námskeiðin fimm.

3. Ungmennaráð
Farið yfir reglur ungmennaráðs. Ákveðið að endurskoða reglurnar fyrir næsta fund og leggja fram drög að nýrri reglugerð.

4. Íþróttaskóli – Staða mála
Farið yfir stöðu mála í undirbúningi íþróttaskóla fyrir 6 – 8 ára börn.
Markmiðið með íþróttaskóla fyrir börn er að kynna sem flestar íþróttagreinar þannig að börn og foreldrar þeirra þurfi ekki að velja ákveðna deild til að stunda ákveðna íþrótt.  Á þessum aldri er mikilvægara að stunda fjölbreyttar æfingar til að efla skyn- og hreyfiþroska barna. Starfshópur er við vinnu og er von hópsins að íþróttaskólinn geti hafist í síðasta lagi um áramótin.
Starfshópinn skipa: Friðrik Sigurbjörnsson fulltrúi meirihlutans, Sandra Sigurðardóttir fulltrúi minnihlutans, Sævar Helgason skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði, Hallgrímur Óskarsson, formaður íþróttafélagsins Hamars, Elín Esther Magnúsdóttir verkefnastjóri skólasels og Jóhanna Hjartardóttir menningar og frístundafulltrúi.

5. Starfsemi haustsins í íþróttamannvirkjum
Menningar og frístundafulltrúi kynnti fyrirhugað vetrarstarf. En auk hefðbundinna móta hjá deildum Hamars verður Norðurlandamót í lyftingum í íþróttahúsinu v/Skólamörk og Spartan Ultra race sem er hindrunarhlaup í 24 klst. En þeir hafa bækistöðvar í Hamarshöllinni í desember.

6. Styrk umsókni - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð
Formaður kynnti vinnureglur nefndarinnar varðandi afgreiðslu umsókna í afreks og styrktarsjóð Hveragerðisbæjar. Tvær umsóknir bárust frá stúlkum sem eru að keppa í U16 ára landsliði KKÍ í körfubolta sumarið 2018. Þær keppa bæði á Norðurlandamóti og á Evrópumóti. Nefndin óskar þeim góðs gengis.

 Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?