Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

48. fundur 15. október 2018 kl. 17:00 - 18:00 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Zoëga varaformaður
  • Jakob Fannar Hansen
  • Nína Kjartansdóttir
  • Sigurður Páll Ásgeirsson
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður boðaði forföll.
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Varaformaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1. Ungmennaráð - staða mála
Menningar og frístundafulltrúi kynnti vinnureglur í nokkrum sveitarfélögum og einnig var auglýst eftir áhugasömum ungmennum til starfa í ungmennaráði Hveragerðisbæjar. Nefndarmenn ætla að hvetja ungmenni til að taka þátt og undirbúa ungmennaþing á árinu 2019.

2. Íþróttaskóli - staða mála
Menningar og frístundafulltrúi fór yfir samráðsfundi við formann Hamars. Stefnt að því að íþróttaskóli geti hafist í byrjun árs 2019. 

3. Umsókn í afreks og styrktarsjóð
Ein umsókn barst í afreks og styrktarsjóð, frá stúlku sem var valin í unglingalandslið Íslands. Liðið keppir á EM hópfimleikum. Umsóknin var samþykkt. Nefndin óskar henni góðs gengis.

4. Tónaland, klassísk/djass tónlistarröð á vegum FÍT og FÍH
Menningar og frístundafulltrúi kynnti mögulegt samstarf um tónlistarviðburði í Hveragerði. Nefndarmenn hafa áhuga á tónleikahaldi í Hveragerði í samstarfi við Tónaland. Menningar og frístundafulltrúa falið að skoða kostnað og samstarf fyrir árið 2019.

5. Varmahlíðarhúsið - Endurskoðun á reglum og kynning
Farið yfir úthlutunarreglur Varmahlíðarhússins. Umræður um mögulegar breytingar. Menningar og frístundafulltrúa og formanni míf nefndar falið að koma með drög að breyttum reglum á næsta fund.

6. Fjárhagsáætlun 2019 - Farið yfir stöðuna fyrir 2018 og áherslur fyrir 2019
Menningar og frístundafulltrúi fór yfir framkvæmdir í Laugaskarði 2018, rekstur íþróttamannvirkja og mögulegar framkvæmdir 2019.

 7. Íþróttamaður ársins 2018 - Auglýsa eftir tilnefningum og kynna reglur
Íþróttamaður ársins er tilnefndur á hverju ári á milli jóla og nýárs. Ákveðið að auglýsa eftir tilnefningum hjá félögum í Hveragerði og hjá ÍSÍ eins og reglugerð kveður um.

8. Jól í bæ - Staða mála
Menningar og frístundafulltrúi fór yfir hátíðina Jól í bæ. Bæklingur um viðburði í bænum verður tilbúinn um miðjan nóvember. Öllum bæjarbúum gefst kostur á að kynna sína menningarviðburði.

9. Fræðsla og menning – Söguskilti
Hveragerðisbær fékk úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ í gerð nýs söguskiltis: Söguskilti um kirkjustarf í og við Hveragerði. Njörður Sigurðsson sagnfræðingur vinnur að gerð skiltisins í samvinnu við menningar og frístundafulltrúa.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið. 

Getum við bætt efni síðunnar?