Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

49. fundur 10. desember 2018 kl. 17:00 - 18:05 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Ingibjörg Zoega
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Nína Kjartansdóttir
  • Sigurður ÁsgeirssoN
  • Jakob Fannar Hansen boðaði forföll.
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

 Dagskrá:

1. Úthlutunarreglur Varmahlíðarhússins
Drög að endurskoðuðum úthlutunarreglum fyrir listhúsið, Varmahlíð, samþykktar og lögð fyrir bæjarstjórn.

 2. Varmahlíðarhús úthlutun - kynningMenningar- og frístundafulltrúi kynnti umsóknir um dvöl listamanna í listamannahúsi bæjarins, Varmahlíð fyrir árið 2019. Nefndin samþykkti hverjir fá að dvelja í Varmahlíð árið 2019. Menningar og frístundafulltrúa falið að kynna úthlutun til þeirra listamanna sem fá úthlutað.

3. Íþróttamaður Hveragerðisbæjar 2018.
Formaður og menningar- og frístundafulltrúi kynntu samantekt um afrek íþróttamanna sem eru með lögheimili í Hveragerði. Nefndin ákvað hverjir hljóta viðurkenningar og útnefningu sem íþróttamaður Hveragerðis 2018.
Athöfnin verður haldin föstudaginn 28. desember kl. 17:00 í Listasafni Árnesinga.

 4. Ungmennaráð – nefndarmenn
Auglýst var eftir nefndarmönnum í ungmennaráð bæjarins. Þrjú ungmenni hafa gefið kost á sér. Áætlað að fyrsti fundur nefndarinnar verði í janúar 2019.

Fundargerð lesin og samþykkt. Fundi slitið. 

Getum við bætt efni síðunnar?