Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

50. fundur 04. febrúar 2019 kl. 17:00 - 18:05 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Ingibjörg Zoega
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Nína Kjartansdóttir
  • Sigurður Ásgeirsson
  • Jakob Fannar Hansen boðaði forföll.
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

1. Starfsemi íþróttamannvirkja 2018
Menningar og frístundafulltrúi fór yfir aðsóknartölur íþróttamannvirkja bæjarins og kynnti viðhaldsframkvæmdir 2018. Einnig voru kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir við sundlaugina 2019.

2. Ungmennaráð
Fyrsti fundur í nýskipuðu ungmennaráði fór fram 22. janúar síðastliðinn. Farið var yfir vinnureglur ráðsins og hlutverk ungmennaráðs.

3. Þakkir fyrir gönguskíðabraut og skautasvell
Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd þakkar, starfsmönnum bæjarins og þeim bæjarbúum sem komu að gerð gönguskíðabrautar og skautasvells, kærlega fyrir þeirra framlag.

4. Vettvangsferð í Sundlaugina Laugaskarði
Nefndarmenn fóru í skoðunarferð í sundlaugina og skoðuðu nýframkvæmdir á efri hæð sundlaugarhússins.

 Fundargerð lesin og samþykkt. 

Getum við bætt efni síðunnar?