Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

51. fundur 08. apríl 2019 kl. 17:00 - 18:45 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Unnur Birna Björnsdóttir
  • Ingibjörg Zoëga
  • Nína Kjartansdóttir
  • Sigurður Páll Ásgeirsson
  • Sandra Sigurðardóttir og Jakob Fannar Hansen boðuðu forföll.
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.        

 Dagskrá:

 1. Rafíþróttadeild – Samstarfsverkefni
Formaður kynnti fyrirhugaða stofnun rafíþróttadeildar samstarfi við Íþróttafélagið Hamar, Hveragerðisbæ og Grunnskólans í Hveragerði. Rafíþróttir geta eflt félagsfærni og mannleg samskipti hjá börnum og unglingum sem hafa áhuga á tölvutækninni. Fyrirmyndir af rafíþróttadeildum má finna víða á Norðurlöndunum. 
Menningar-, íþrótta og frístundanefnd leggur til við Bæjarstjórn að komi til þess að stofnuð verði Rafíþróttadeild muni Hveragerðisbær styðja við stofnun þeirrar deildar með því t.d. að leggja til húsnæði sem gæti hentað slíkri deild.

2. Ársreikningar og ársskýrslur félaga í Hveragerði
Menningar og frístundafulltrúi lagði fram til kynningar ársskýrslur HSSH, Íþróttafélagsins Hamars, skátafélagsins Stróks, FEBH og leikfélagsins.

 3. Framkvæmdir við Hamarshöll
Kynntar voru fyrirhugaðar framkvæmdir á bílastæði  og drög að tækjahúsi við Hamarshöll.

 4. Menningarverðlaun 2019
Nefndarmenn ræddu um fjölbreytt menningarlíf bæjarins og var ákveðið að tilnefna á næsta fundi í maí, einstakling/félag/fyrirtæki, til menningarverðlauna Hveragerðisbæjar 2019.

 5. Ungmennaráð
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði verður haldin 10.–12. apríl 2019 í Borgarnesi. Yfirskriftin er Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér? Steinunn Steinþórsdóttir fer sem fulltrúi ungmenna í bænum.
Á næsta fundi ungmennaráðs þann 17. maí verður ákveðið hvenær ungmennaþing verður haldið á haustdögum.

 6. Sumardagurinn fyrsti
Menningar og frístundafulltrúi kynnti dagskrá Hveragerðisbæjar á sumardaginn fyrsta. Einnig er sumarkomu fagnað í opnu húsi Landbúnaðarháskólans á Reykjum þar sem gestir og gangandi geta notið gróðursins og hlakkað til sumarsins.

 7. Listaverk í Lystigarðinum
Kynning á fyrirhuguðu bæjarlistaverki. Nefndarmönnum leist vel á hugmyndina og leggja til að bæjarstjórn gangi til samninga við listamennina.

 8. Viðburðir sumarsins
Menningar og frístundafulltrúi kynnti fyrirhugaða viðburði sumarsins. Í ár verður viðburðurinn, Græna Byltingin,  helgina 13.-16.júní kenndur við garðyrkju, umhverfismál og náttúruvernd. Hátíðarhöld verða 17.júní en lýðveldið fagnar 75 ára afmæli.  Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar verður helgina 15.-18.ágúst.

 9. Sumarnámskeið fyrir börn
Menningar og frístundafulltrúi kynnti fyrirhugaða dagskrá sumarsins fyrir yngstu börnin og þá nýbreytni að bjóða uppá fullt fæði á íþrótta og ævintýranámskeiðinu.

 10. Kynning á heilsueflandi samfélagi og verkefninu Heilsuefling 60+
Menningar og frístundafulltrúi sagði frá vinnustofu sem var fyrir tengiliði HSAM, sveitarfélög sem eru í innleiðingarferli sem Heilsueflandi samfélög. Einnig var kynning á heilsueflingarverkefni Hveragerðisbæjar fyrir 60 ára og eldri.

 Fundargerð lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:45

Getum við bætt efni síðunnar?