Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

52. fundur 03. júní 2019 kl. 17:00 - 18:00 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Ingibjörg Zoëga
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Nína Kjartansdóttir
  • María Rún Þorsteinsdóttir
  • Jakob Fannar Hansen boðaði forföll.
Starfsmenn
  • Jóhanna M. Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

1. Heilsueflandi samfélag - heimsmarkmiðin
Formaður kynnti að Katrín Jakobsdóttir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hefur hvatt sveitarfélögin á landinu til að taka fullan þátt í innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna með það að markmiði að við getum við öll nýtt leiðarljós heimsmarkmiðanna til að skapa betra líf og umhverfi fyrir okkur öll. Bæjarfulltrúar Hveragerðisbæjar hafa unnið þau markmið sem talið er að Hvergerðingar geti unnið að sameiginlega með hag okkar allra að leiðarljósi. Í bókun bæjarráðs 16. maí sl. var markmiðunum vísað til umfjöllunar í nefndir bæjarins og að nefndarmenn komi með tillögur að aðgerðum og hugmyndir. Nefndin fór yfir áherslur Hveragerðisbæjar og heldur áfram að vinna í tillögunum og koma með hugmyndir að að því sem við getum gert til að gera heiminn og bæjarfélagið okkar enn betur í stakk  búið til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.

2. Kynning á íþróttastefnu Ríkisins
Menningar og frístundafulltrúi lagði fram til kynningar íþróttastefnu Ríkisins. Íþróttanefnd Ríkisins er búin að vinna að stefnunni í fjögur ár en við mótun stefnunnar var horft til framtíðar og tekið mið af því sem hefur áunnist hefur á undanförnum árum. Nefndin samþykkti nýlega íþrótta og frístundastefnu Hveragerðisbæjar og mun hún verða endurskoðuð í haust með íþróttastefnu Ríkisins til hliðsjónar.

 3. Viðburðir sumarsins
Menningar og frístundafulltrúi kynnti viðburði sumarsins og dagskrá þeim tengdum. Blóm í bæ – Græna byltingin verður 15. – 17. júní nk. og er dagskráin að verða klár. Þjóðhátíðardagurinn 17. júní er í tengslum við hátíðina og leggur nefndin til að hátíðardagskráin verði á sviðinu í Lystigarðinum til reynslu, en garðurinn verður sérstaklega skreyttur í tilefni Blóm í bæ og verða dagskrárliðir viðburðarins einnig á 17. júní.
Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar verður 15.-18. ágúst og er dagskráin í mótun.

4. Menningarverðlaun 2019
Nefndarmenn ræddu um fjölbreytt menningarlíf bæjarins og var ákveðið hver fengi  menningarverðlaun Hveragerðisbæjar 2019. Verðlaunin verða veitt á 17. júní. Nefndin ræddi um að veita hvatningarverðlaun á sviði menningar og lista á hverju ári.

Fundargerð lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?