Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

53. fundur 07. október 2019 kl. 17:30 - 18:50 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Ingibjörg Zoëga
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Nína Kjartansdóttir
  • Jakob Fannar Hansen
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi

Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1. Listamannahúsið Varmahlíð – endurskoðun á úthlutunarreglum
Formaður og menningar og frístundafulltrúi lögðu fram drög að nýjum úthlutunarreglum fyrir listamannaíbúðina Varmahlíð og voru þær samþykktar af nefndarmönnum.

2. Íþróttamaður ársins
Menningar og frístundafulltrúi kynnti reglugerð um kjör íþróttamanns ársins í Hveragerði og verður auglýst eftir tilnefningum um miðjan október. Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir 1. desember. Viðurkenningaathöfnin fer fram í Listasafninu 27. desember kl. 17.

3. Íþróttamannvirki – staða mála
Menningar og frístundafulltrúi fór yfir tekjutölur í íþróttamannvirkjum bæjarins, starf deilda Hamars og fyrirhugaðar framkvæmdir við sundlaugina.

4. Vetrarviðburðir
Menningar og frístundafulltrúi fór yfir viðburði sem eru framundan í nóvember í samstarfi við Tónaland. Nefndarmenn ræddu hugmyndir að breyttu jóladagatali en viðburðadagatalið, Jól í bæ, verður gefið út um miðjan nóvember.

5. Umsóknir í afreks og styrktarsjóð
Menningar og frístundafulltrúi fór yfir styrkúthlutanir í ár til afreksmanna. Ein umsókn barst sjóðnum í ár frá Birni Ásgeiri Ásgeirssyni sem keppti með U20 ára landsliði Íslands í körfuknattleik á EM í Portúgal.

6. Bréf frá Íþróttafélaginu Hamri lagt fram til kynningar
Í bréfinu tilkynnir formaður Íþróttafélagsins Hamars um breytingar sem hafa orðið vegna 50% framkvæmastjórastöðu hjá íþróttafélaginu. Staðan var lögð niður en í staðinn var ráðinn inn verkefnastjóri, Sandra Björg Gunnarsdóttir, sem vinnur með aðalstjórn að ýmsum verkefnum. Menningar- íþrótta- og frístundanefnd Hveragerðis

7. Ungmennaráð – staða mála
Menningar og frístundafulltrúi kynnti nýja fulltrúa Hveragerðisbæjar í Menningarráði Suðurlands en það eru þeir Hannes Magnússon aðalmaður og til vara Haukur Davíðsson. Þeir fóru báðir á síðasta fund ráðsins.

8. Frisbí golfvöllur í Hveragerði – staða mála
Formaður kynnti hugmyndir og stöðu mála varðandi styrki í tengslum við fyrirhugaða framkvæmd að frisbí golfvelli undir Hamrinum. Nefndarmenn fagna framtaki Frisbígolfklúbbs Hveragerðis.

9. Heilsueflandi samfélag og heimsmarkmiðin
Í bókun bæjarráðs 16. maí sl. var markmiðunum vísað til umfjöllunar í nefndir bæjarins. Míf nefnd fór yfir áherslur Hveragerðisbæjar á síðasta fundi og heldur áfram að vinna í tillögunum og koma með hugmyndir að því sem við getum gert til að gera heiminn og bæjarfélagið okkar enn betur í stakk búið til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Ákveðið að hafa vinnufund um heimsmarkmiðin á næsta fundi 11. nóvember.

Fundargerð lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:50

Getum við bætt efni síðunnar?