Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

54. fundur 18. nóvember 2019 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Ingibjörg Zoéga Björnsdóttir
  • Nína Kjartansdóttir
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Sigurður Páll Ásgeirsson
Starfsmenn
  • Jóhanna Margrét Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna Margrét Hjartardóttir Menningar og frístundafulltrúi
Dagskrá
Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Ungmennaráð - kynning.

1911036

Ný skipað ungmennaráð mætti á fundinn. Kynning á þeim sem sitja í ráðinu og farið yfir næstu skref. Ákveðið að fá kynningu frá Guðmundi Ara Sigurjónssyni sem starfar með ungmennaráði Seltjarnarness, og hafa opinn fund fyrir öll ungmenni sem hafa áhuga.


Nefndin þakkar ungmennunum fyrir að koma á fundinn. Stefnt að því að formaður og menningar og frístundafulltrúi fundi í byrjun árs 2020 með ungmennaráði til að móta starfið. Ungmennaráðið leggur til að halda ungmennaþing fyrir ungmenni bæjarins í vor.

2.Fjárhagsáætlun 2020.

1911038

Formaður ásamt menningar og frístundafulltrúa fóru yfir rekstraráætlun 2020 tengt menningar- og íþróttamálum.

3.Heimsmarkmiðin - Hvað getum við gert?

1911037

Unnið í þeim markmiðum sem talið er að Hvergerðingar geti unnið að sameiginlega með hag okkar allra að leiðarljósi.
Nefndin fór yfir áherslur Hveragerðisbæjar og kom með hugmyndir sem við getum gert til að gera heiminn og bæjarfélagið okkar enn betur í stakk búið til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.
Menningar og frístundafulltrúa falið að vinna úr hugmyndum nefndarmanna fyrir næsta fund.
Fundargerð lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?