Fara í efni

Menningar-íþrótta og frístundanefnd

55. fundur 09. desember 2019 kl. 17:00 - 18:10 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Ingibjörg Zoéga Björnsdóttir
  • Nína Kjartansdóttir
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Andri Svavarsson
  • Jóhanna Margrét Hjartardóttir
Fundargerð ritaði: Jóhanna Margrét Hjartardóttir Menningar og frístundafulltrúi
Dagskrá
Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar, bauð formaður Andra Svavarsson velkominn á hans fyrsta fund.

1.Úthlutun listamannaíbúðarinnar Varmahlíð.

1912010

Menningar- og frístundafulltrúi kynnti umsóknir um dvöl listamanna í listamannahúsi bæjarins, Varmahlíð fyrir árið 2020.
Nefndin samþykkti hverjir fá að dvelja í Varmahlíð árið 2020. Menningar og frístundafulltrúa falið að kynna úthlutun til þeirra listamanna sem fá úthlutað.

2.Íþróttamaður Hvergerðis 2019.

1912011

Formaður og menningar- og frístundafulltrúi kynntu samantekt um afrek íþróttamanna sem eru með lögheimili í Hveragerði.

Athöfnin verður haldin föstudaginn 27. desember kl. 17:00 í Listasafni Árnesinga.
Nefndin ákvað hverjir hljóta viðurkenningar og útnefningu sem íþróttamaður Hveragerðis 2019.

3.Samþykkt Bæjarráðs til MÍF nefndar.

1912012

Á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar 21. nóvember 2019, fjallað um bréf frá Matvælastofnun um greiðslumark, kr. 524.945, vegna ærgilda sem fylgdu með v/erfðafestu Friðarstaða. Var samþykkt að Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd fái heimild til að verja þessum fjármunum í þágu barna bæjarins.
Fundarmenn fögnuðu þessari ákvörðun bæjarráðs og ræddu um ýmis verefni fyrir börn. Nefndin ákvað að fjármununum skuli varið í að byggja upp körfuboltasvæði á fyrirhuguðu útivistarsvæði undir Hamrinum. Menningar og frístundafulltrúa falið að skoða framkvæmdina og gera kostnaðaráætlun.

4.Umræður um viðburði og hátíðir í Hveragerðisbæ.

1912013

Nefndarmenn ræddu mögulega aðkomu bæjarbúa að ákvörðunum varðandi viðburði og hátíðir Hveragerðisbæjar.
Ákveðið að boða til íbúaþings á nýju ári 29. janúar 2020 og fá hugmyndir og álit bæjarbúa um viðburði og hátíðir í bænum. Auglýst verður eftir umræðupunktum og ábendingum á vef bæjarins.
Fundargerð lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni síðunnar?