Fara í efni

Bæjarstjórn

499. fundur 13. september 2018 kl. 17:00 - 19:42 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir varaforseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Jakob Fannar Hansen varamaður
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Friðrik Örn Emilsson varamaður
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Varaforseti bæjarstjórnar, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir setti fund og stjórnaði.
Í upphafi fundar bauð forseti Jakob Fannar Hansen og Þórunni Pétursdóttur velkomin á sinn fyrsta fund í bæjarstjórn.
Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 6.september 2018.

1808002F

Liðir 3, 4, 10, 11 og 12 afgreiddir sérstaklega.

Eftirtaldir tóku til máls: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Garðar Rúnar Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 3 "Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 4 "Bréf frá Lögmannsstofu KGS frá 23. ágúst 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 10 "Bréf frá Úrskurðarnefnd velferðamála frá 30. ágúst 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 11 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 12 "Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 4.september 2018.

1809006

Liðir afgreiddir sértaklega 1, 2 og 5.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar Rúnar Árnason og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 1 "Hlíðarhagi, tillaga að deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að við lokagerð deiliskipulagstillögu verði tekið tillit til umsagna sem borist hafa og athugasemda, sem í þeim felast og að aðstæður við gamla borholu verði rannsakaðar betur og henni tryggilega lokað. Ekki er hægt að útiloka að niðurstöður rannsókna kalli á endurskoðun á byggingarreit eða nýtingu lóðar nr. 3. Bæjarstjórn gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.

Liður 2 "Endurskoðun aðalskipulags" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að ekki verði ráðist í endurskoðun aðalskipulags enda er endurskoðun aðalskipulags nýlokið.

Liður 5 "Dynskógar 2, bílastæði" afgreitt sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka niður kantstein við bílastæði sem merkt er 3,81 m að breidd. Lóðarhafi greiði kostnað við niðurtektina.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar frá 4.september 2018.

1809008

Liðir afgreiddir sértaklega 2.

Eftirtaldir tóku til máls: Garðar Rúnar Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Þórunn Pétursdóttir.
Liður 2 "reglur um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka hjá starfsmönnum Skólaþjónustu- og velferðanefndar Árnesþings" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Skipan í nefndir og ráð.

1809009

Lögð fram tillaga um breytingu á fulltrúum á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þannig að Eyþór H. Ólafsson verði aðalmaður í stað Aldísar Hafsteinsdóttur og Aldís Hafsteinsdóttir verði varamaður.

Eftirtaldir tóku til máls: Þórunn Pétursdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða.

5.Uppfærð erindisbréf nefnda Hveragerðisbæjar.

1809010

Lögð fram uppfærð erindisbréf nefnda Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Þórunn Pétursdóttir og Garðar Rúnar Árnason.
Erindisbréfin samþykkt samhljóða að teknu tilliti til þeirra breytinga sem ræddar voru á fundinum.

6.Persónuverndarstefna Hveragerðisbæjar.

1809012

Lögð fram Persónuverndarstefna Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Friðrik Örn Emilsson og Garðar R. Árnason.
Persónuverndarstefnan samþykkt samhljóða.

7.Breyttar reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Hveragerði.

1809013

Lagðar fram breyttar reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum.

Eftirtaldir tóku til máls: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar R. Árnason, Jakob Fannar Hansen og Þórunn Pétursdóttir.
Reglur þessar gilda eingöngu fyrir starfsfólk leikskóla Hveragerðisbæjar sem hyggjast stunda fjarnám í leikskólakennarafræðum á háskólastigi. Markmið námstengdra styrkja er að fjölga leikskólakennurum og stuðla að hærra menntunarstigi á meðal starfsfólks í leikskólum Hveragerðisbæjar. Tilgangurinn er að efla faglegt starf innan leikskólanna og auka stöðugleika í starfsmannahaldi þeirra. Reglurnar samþykktar samhljóða með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinn.

8.Austurmörk 6-8, staða úthlutunar.

1809014

Á fundinn kom Valgarð Sørensen lóðarhafi Austurmerkur 6-8. Gerði Valgarð grein fyrir stöðu verkefnis um uppbyggingu á lóðinni Austurmörk 6-8.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Þórunn Pétursdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Friðrik Örn Emilsson og Garðar R. Árnason.
Bæjarstjórn lýst vel á framkomnar hugmyndir og hefur fulla trú á að þær muni verða að veruleika. Eru því fyrri takmarkanir bæjarráðs vegna verkefnisins felldar úr gildi og munu framkvæmdir á lóðinni héðan í frá lúta þeim ákvæðum um framkvæmdafresti sem tilgreindir eru í reglum um úthlutun lóða í Hveragerði.

9.Tillaga frá Okkar Hveragerði um nýjan vef Hveragerðisbæjar.

1809015

Fulltrúar O-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu um nýjan vef Hveragerðisbæjar.
Undirrituð leggja til að nú þegar verið sett af stað vinna við gerð þarfagreiningar á vef bæjarins með aðkomu starfsmanna, bæjarfulltrúa og íbúa. Í framhaldinu verði leitað tilboða á grundvelli þarfagreiningarinnar hjá fleiri en einum aðila og því tilboði tekið sem er hagstæðast.

Þórunn Pétursdóttir
Friðrik Örn Emilsson

Greinargerð
Vefur Hveragerðisbæjar er ein mikilvægasta upplýsingagátt sveitarfélagsins og getur nýst til að virkja samráð við íbúa og auka íbúalýðræði. Því er mikilvægt að vandað sé til verka þegar setja á upp nýjan vef, gerð verði þarfagreining með aðkomu bæjarfulltrúa, starfsmanna bæjarins og íbúa sem eru notendur vefsins. Þegar þarfagreining liggur fyrir verði leitað tilboða hjá fleiri en einum aðila og því tilboði tekið sem mætir kröfum þarfagreiningarinnar og er hagstæðast.

Á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar þann 26. apríl sl. lá fyrir tilboð frá einu hugbúnaðarfyrirtæki í nýjan vef fyrir sveitarfélagið. Ekki lá fyrir skrifleg þarfagreining né var leitað tilboða hjá fleiri en einum aðila. Fulltrúi minnihlutans lagði þá til að farin yrði sú leið sem ofangreind tillaga felur í sér en ákveðið var að fresta málinu fram yfir kosningar. Nú er málið því tekið upp að nýju þar sem vönduð stjórnsýsla og vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi við ákvörðunartöku um nýjan vef fyrir Hveragerðisbæ.

Eftirtaldir tóku til máls: Þórunn Pétursdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Bryndis Eir Þorsteinsdóttir, Garðar R. Árnason og Friðrik Sigurbjörnsson.
Tillaga O-listans borin upp og felld með 4 atkvæðum D-listans, fulltrúar O-listans með, fulltrúi B-listans sat hjá.

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Nú þegar hefur verið unnið að þarfagreiningu fyrir vef Hveragerðisbæjar til að fram geti farið val á milli aðila um vefsíðugerð bæjarins. Tilboð frá fleiri en einum aðila munu verða lögð fyrir bæjarráð fyrri part vetrar og mun þá vinna við gerð nýs vefs hefjast í kjölfarið. Í ljósi tillögu O-listans og umræðna á fundinum mun verða kallað eftir hugmyndum íbúa vegna nýrrar heimasíðu.

Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson
Aldís Hafsteinsdóttir
Jakob Fannar Hansen.

10.Tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn Hveragerðisbæjar frá 2013, fyrri umræða.

1809016

Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Hveragerðisbæjar þar sem við 47. gr. samþykktarinnar c. lið bætist liðir:
6. Ungmennaráð: Um verkefni og skipan ungmennaráðs fer samkvæmt sérstökum samþykkum sem þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar.
7. Öldungaráð: Um verkefni og skipan öldungaráðs fer samkvæmt sérstökum samþykktum sem þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar R. Árnason og Friðrik Sigurbjörnsson.
Samþykkt að vísa breytingunum til síðari umræðu.

11.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 22.ágúst 2018 með fylgiskjölum.

1809007

Með fundargerðinni fylgdi skýrsla um magn úrgangs frá sveitarfélögum á Suðurlandi árið 2017 og niðurstaða könnunar um úrgangsmál á Suðurlandi.
Eftirtaldir tóku til máls: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Garðar R. Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Örn Emilsson.
Í skýrslu um magn úrgangs frá sveitarfélögum á Suðurlandi kemur fram að magn úrgangs pr. íbúa í Hveragerði er 639 kg árið 2017. Þar af fer til urðunar 206 kg. pr. íbúa. Hlutfall sorps til urðunar er því 32% af heildarmagni. Er þetta langbesti árangur í flokkun á Suðurlandi þar sem meðaltal til urðunar er 57%. Er þessi niðurstaða afar ánægjuleg og klárlega mikil hvatning til íbúa til að gera enn betur í framtíðinni.
Fundargerðin og fylgiskjöl hennar lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:42.

Getum við bætt efni síðunnar?