Fara í efni

Bæjarstjórn

594. fundur 12. júní 2025 kl. 17:00 - 18:27 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Halldór Benjamín Hreinsson forseti bæjarstjórnar
  • Sandra Sigurðardóttir varaforseti bæjarstjórnar
  • Njörður Sigurðsson aðalmaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Sigmar Karlsson varamaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Halldór Benjamín Hreinsson, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 15. maí 2025

2505005F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 4, 9, 11, 12 og 13.

Enginn tók til máls.
Liður 4 "Bréf frá Sigurhæðum frá 10. desember 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að styrkja Sigurhæðir með sömu fjárhæð og á síðasta ári, kr. 1.345.437,-.

Liður 9 "Opnun tilboða í verkið aðveitulögn vatnsveitu við Árhólma" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Aðalleiðar ehf. í verkið aðveitulögn vatnsveitu að Árhólma sem er 89,5% af kostnaðaráætlun verksins enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

Liður 11 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2025" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka að upphæð kr. 4.000.000,- við fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2025 vegna launa hjá Sundlauginni Laugaskarði og að hann verði fjármagnaður af handbæru fé.

Liður 12 "Samningur um eignarnám - Hrauntunga 20" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samning um eignarnám að Hrauntungu 20.

Liður 13 "Persónuverndarstefna Hveragerðisbæjar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir Persónuverndarstefnu Hveragerðisbæjar.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 5. júní 2025

2505011F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 8, 10, 11, 13, 14, 15 og 16.

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Pétur G. Markan, Sandra Sigurðardóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Sigmar Karlsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 8 "Gott að eldast - samningur Hveragerðisbæjar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Ás hjúkrunarheimili" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn fagnar að kominn sé á samningur milli Hveragerðisbæjar, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Áss hjúkrunarheimilis um samþættingu öldrunarþjónustu í bæjarfélaginu. Markmið samkomulagsins er að efla þjónustu, fagstyrkja utanumhald og matskerfi og einfalda allt aðgengi þjónustuþega að þessari grunnþjónustu.

Bæjarstjórn samþykkir samning Hveragerðisbæjar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Ás hjúkrunarheimili vegna Gott að eldast verkefnisins.

Liður 10 "Verðkönnun í malbiksvinnu fyrir Hveragerðisbæ" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að semja við lægstbjóðanda Malbiksstöðina ehf. um malbiksvinnu fyrir Hveragerðisbæ en fyrirtækið bauð kr. 14.435.000,- í verkið.

Liður 11 "Skólphreinsistöð - Forhönnun - fráveituráðgjöf" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir verkbeiðni COWI er varðar forhönnun á uppfærslu á skólphreinsistöð Hveragerðis.

Liður 13 "Kauptilboð Hrauntunga 13-13B í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í Hrauntungu 13-13B í Hveragerði.

Liður 14 „Afsal vegna lóðar að Breiðumörk 26 í Hveragerði“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afsal lóðarinnar að Breiðumörk 26 í Hveragerði.

Liður 15 „Atvinnumálastefna neðri hluta Árnessýslu 2025-2029“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir atvinnumálastefnu neðri hluta Árnessýslu 2025-2029.

Liður 16 „Bílastæði við Árhólma“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir hækkun gjaldskrár í samræmi við tillögu í minnisblaði skrifstofustjóra með eftirfarandi hætti:
Tími
0-30 mín - 0 kr.
30-60 mín - 300 kr.
Umfram 60 mín - 1000 kr.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

3.Fundargerð öldungaráðs frá 5. maí 2025

2505001F

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Njörður Sigurðsson.
Fundargerðin er staðfest.

4.Fundargerð velferðar- og fræðslunefndar frá 12. maí 2025

2505006F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.

5.Fundargerð velferðar- og fræðslunefndar frá 3. júní 2025

2505013F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.

6.Fundargerð skólanefndar frá 12. maí 2025

2505004F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.

7.Fundargerð menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar frá 28. maí 2025

2505010F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1, 5 og 8.

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir, Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Pétur G. Markan og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Liður 1 "Atvinnumálastefna neðri hluta Árnessýslu 2025-2029" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn afgreiddi sérstaklega og samþykkti atvinnumálastefnu neðri hluta Árnessýslu 2025-2029 undir lið 2 á dagskrá þessa fundar, fundargerð bæjarráðs frá 5. júní 2025.

Liður 5 "Bílastæði við Árhólma" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn afgreiddi sérstaklega og samþykkti hækkun gjaldskrár bílastæða við Árhólma undir lið 2 á dagskrá þessa fundar, fundargerð bæjarráðs frá 5. júní 2025.

Liður 8 "Opnunartími bókasafns Hveragerðis sumarið 2025" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á opnunartíma bókasafns Hveragerðis í sumar í samræmi við tillögu forstöðumanns bókasafnsins þannig að afgreiðslutími bókasafnsins, 1. júní til ágústloka, verði mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og lokað verður á laugardögum.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

8.Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 3. júní 2025

2505012F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1, 2, 3, 4, 8, 9, 10, 11, 12 og 13.

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 1 "Skipulagslýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu á AT3 og nýtt deiliskipulag í landi Fagrahvamms og Reykjamarkar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa skipulagslýsinguna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar búið verður að laga eftirfarandi atriði: Laga þarf útmörk skipulagssvæðis utan um AT3 eins og það er skilgreint í gildandi aðalskipulagi og gera þarf ráð fyrir aksturstengingu frá íbúðarsvæði að aðliggjandi svæði sem nú er tjaldsvæði.
Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðs.

Liður 2 "Deiliskipulagsbreyting Ás- og Grundarsvæðis vegna Hverahlíðar - uppskipting lóða" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir óverulega deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin víkur hvorki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti né formi svæðisins.

Liður 3 "Reglur um girðingar, skjólveggi og smáhýsi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að drög að reglum um girðingar, skjólveggi og smáhýsi verði kynntar fyrir bæjarbúum, tekið verði við ábendingum og unnið úr þeim áður en reglurnar verða bornar upp til samþykktar.

Liður 4 "Skógrækt" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa og garðyrkjustjóra Hveragerðisbæjar að vinna málið áfram í samvinnu við Skógræktarfélag Hveragerðis.

Liður 8 "Lóðarblað - Borgarhraun 1" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða merkjalýsingu með tilheyrandi lóðarblaði.

Liður 9 "Lóðarblað - Borgarhraun 2" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða merkjalýsingu með tilheyrandi lóðarblaði.

Liður 10 "Lóðarblað - Borgarhraun 3" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða merkjalýsingu með tilheyrandi lóðarblaði.

Liður 11 "Lóðarblað - Borgarhraun 4" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða merkjalýsingu með tilheyrandi lóðarblaði.

Liður 12 "Lóðarblað - Borgarhraun 5" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða merkjalýsingu með tilheyrandi lóðarblaði.

Liður 13 "Lóðarblað - Borgarhraun 6" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða merkjalýsingu með tilheyrandi lóðarblaði.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

9.Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks frá 4. júní 2025.

2505014F

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Fundargerðin er staðfest.

10.Fundargerð aðalskipulagsnefndar frá 11. febrúar 2025

2506042

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.

11.Fundargerð aðalskipulagsnefndar frá 6. maí 2025

2506044

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Pétur G. Markan og Njörður Sigurðsson.
Fundargerðin er staðfest.

12.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs, seinni umræða

2405029

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hveragerðisbæ lögð fram til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hveragerðisbæ og að samþykktin verði send ráðherra til staðfestingar.

13.Kosning forseta- og varaforseta í bæjarstjórn skv. 7. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923_2023.

2506009

Enginn tók til máls.
Kosning forseta bæjarstjórnar.
Sandra Sigurðardóttir fékk 7 atkvæði. Sandra Sigurðardóttir er því kjörinn forseti bæjarstjórnar.

Kosning varaforseta bæjarstjórnar.
Halldór Benjamín Hreinsson fékk 7 atkvæði. Halldór Benjamín Hreinsson er því kjörinn varaforseti.

14.Kosning í bæjarráð skv. 27. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923_2023.

2506010

Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð og þriggja til vara.



Eftirtaldir tóku til máls: Sandra Sigurðardóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Tillaga kom um aðalmenn: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, varaformaður og Friðrik Sigurbjörnsson.

Tillaga kom um varamenn: Halldór Benjamín Hreinsson, Njörður Sigurðsson og Alda Pálsdóttir.

Tillagan samþykkt samhljóða.

15.Kosning í nefndir og ráð skv. 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923_2023.

2506011

Kosning í nefndir og ráð skv. 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar.



Enginn tók til máls.
Tillaga kom um eftirfarandi fulltrúa.

Velferðar- og fræðslunefnd.
Í stað Öldu Pálsdóttur, aðalmanns, kemur Margrét Harpa Garðarsdóttir, aðalmaður.
Í stað Ninnu Sifjar Svavarsdóttur, varamanns, kemur Jóhann Ingi Guðmundsson, varamaður.

Skólanefnd.
Í stað Friðriks Sigurbjörnssonar, aðalmanns, kemur María Rún Þorsteinsdóttir, aðalmaður.
Í stað Ninnu Sifjar Svavarsdóttur, varamanns, kemur Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir, varamaður.

Skipulags- og umhverfisnefnd.
Í stað Snorra Þorvaldssonar, varamanns, kemur Atli Örn Egilsson, varamaður.

Öldungaráð.
Í stað Öldu Pálsdóttur, aðalmanns, kemur Ásta Magnúsdóttir, aðalmaður.
Í stað Bjarna Kristinssonar, varamanns, kemur Birgir Bjarnason, varamaður.

Samráðhópur um málefni fatlaðs fólks.
Í stað Halldórs Benjamíns Hreinssonar, aðalmanns, kemur Brynja Sif Sigurjónsdóttir, aðalmaður.
Í stað Brynju Sifjar Sigurjónsdóttur, varamanns, kemur Halldór Benjamín Hreinsson, varamaður.

Fulltrúar á ársfundi SASS.
Í stað Thelmu Rúnar Runólfsdóttur, aðalmanns, kemur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, aðalmaður.
Í stað Snorra Þorvaldssonar, varamanns, kemur Thelma Rún Runólfsdóttir, varamaður.

Fulltrúar á aðalfundi Bergrisans bs.
Í stað Thelmu Rúnar Runólfsdóttur, aðalmanns, kemur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, aðalmaður.
Í stað Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur, varamanns, kemur Thelma Rún Runólfsdóttir, varamaður.

Fulltrúar á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Í stað Thelmu Rúnar Runólfsdóttur, aðalmanns, kemur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, aðalmaður.
Í stað Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur, varamanns, kemur Thelma Rún Runólfsdóttir, varamaður.
Klukkan 18:04 var gert fundarhlé.
Klukkan 18:08 hélt fundur áfram.

Fulltrúar á aðalfund Brunavarna Árnessýslu bs.
Aðalmenn:
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O)
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B)
Friðrik Sigurbjörnsson (D)

Varamenn:
Sandra Sigurðardóttir (O)
Halldór Benjamín Hreinsson (B)
Alda Pálsdóttir (D)

Fulltrúar á aðalfund Tónlistarskóla Árnesinga bs.
Aðalmenn:
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O)
Halldór Benjamín Hreinsson (B)
Friðrik Sigurbjörnsson (D)

Varamenn:
Sandra Sigurðardóttir (O)
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B)
Alda Pálsdóttir (D)

Tillagan er samþykkt samhljóða.

16.Sumarleyfi bæjarstjórnar

2506012

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu:

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst vegna sumarleyfis bæjarstjórnar og felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 5. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 33. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023 með síðari breytingum.



Enginn tók til máls.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:27.

Getum við bætt efni síðunnar?