Fara í efni

Bæjarstjórn

492. fundur 14. desember 2017 kl. 17:00 - 19:05 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar bar forseti upp dagskrárbreytingatillögu um að liður 10, "ályktun vegna Heilsustofnunar NLFÍ" yrði tekinn af dagskrá.

Tillagan samþykkt samhljóða.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 16. nóvember 2017.

1711002F

Liður afgreiddir sérstaklega 7.
Enginn tók til máls.
Liður 7 " Bréf frá Magneu Jónasdóttur frá 31. október 2017" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráð frá 7. desember 2017.

1712001F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1,3,6,9,10,11 og 12.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Njörður Sigurðsson.
Liður 1 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 27. nóvember 2017" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 3 "Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands frá 23. nóvember 2017" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með þeirri breytingu að Sigurdís Guðjónsdóttir verður tengiliður Hveragerðisbæjar við Markaðsstofuna.

Liður 6 "Bréf frá SÍBS Líf og heilsa ódagsett" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að setja reglur um notkun byggðarmerkis bæjarins.

Liður 9 " Niðurstöður viðræðna um forkaupsrétt að Hveramörk 7" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að nýta forkaupsréttinn og kaupa Hveramörk 7 og tilheyrandi lóðarréttindi 2000m2 lóðar. Kaupverð er 21.250.000,-. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að fyrri eigandi fái ráðrúm til að fjarlægja trjágróður sem er á litlum hluta lóðarinnar en allur trjágróður sem á lóðinni er verði að fullu fjarlægður innan þriggja ára. Sem endurgjald fyrir þessi afnot fær Hveragerðisbær trjáplöntur sem nýst geta í görðum og á opnum svæðum í bæjarfélaginu. Bæjarstjóra falið að ganga frá kaupunum fyrir árslok 2017 enda rúmast þessi fjárfesting innan þegar samþykktra heimilda til fjárfestinga á árinu.

Liður 10 "Samningur við Iceland travel v/ Spartan race" afgreiddur sérstaklega. Með fundargerðinni fylgdi endanlegur samningur. Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Liður 11 "Uppsagnarbréf - Hlíf Sigríður Arndal" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn þakkar Hlíf Sigríði Arndal afar gott samstarf og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

Liður 12 "Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 5. desember 2017. Liðir afgreiddir sérstaklega 2 og 3.

1712024

Liðir afgreiddir sérstaklega 2 og 3.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Liður 2 "Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk - Athugasemdir Skipulagsstofnunar og viðbrögð við þeim" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar sem gerðar hafa verið á tillögunni.

Liður 3 "Tillaga að nýju deiliskipulagi á Edenreit - Athugasemdir Skipulagsstofnunar og viðbrögð við þeim" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 5. desember 2017.

1712027

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Umhverfisnefndar frá 6. desember 2017.

1712022

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Garðar R. Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð Menningar-íþrótta- og frístundanefndar frá 4. desember 2017.

1712025

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Unnur Þormóðsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Viktoría Sif Kristinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.Fundargerð Fræðslunefndar frá 7. desember 2017.

1712026

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Garðar R. Árnason, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Viktoría Sif Kristinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Fundargerð Fasteignafélags Hveragerðisbæjar frá 12. desember 2017.

1712028

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

9.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 30. nóvember 2017.

1712023

Í bréfinu er kynnt samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi þá umræðu sem verið hefur í samfélaginu í kjölfar átaksins "Í skugga valdsins". Í samþykkt sinni hvetur stjórnin sveitarfélög landsins til að setja sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda sé slík hegðun ólíðandi með öllu.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn tekur heilshugar undir bókun stjórnar sambandsins og fordæmir alla hegðun sem fallið getur undir einelti, ofbeldi og kynferðislega áreitni og mismunun hvar sem slíkt á sér stað. Bæjarstjórn telur mikilvægt að sett verði stefna og útbúin viðbragðsáætlun vegna þessara mála. Bæjarstjóra falið að vinna slíka stefnu og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

10.Gjaldskrá fráveitu 2018 síðari umræða.

1712018

Lögð fram til síðari umræðu gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2018.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

11.Gjaldskrá vatnsveitu 2018 síðari umræða.

1712019

Lögð fram til síðari umræðu gjaldskrá vatnsveitu fyrir árið 2018.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

12.Gjaldskrá dýraleyfisgjalda 2018 síðari umræða.

1712020

Lögð fram til síðari umræðu gjaldskrá dýraleyfisgjalda fyrir árið 2018.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

13.Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2018, síðari umræða.

1712021

Lögð fram til síðari umræðu gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar fyrir árið 2018.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

14.Gjaldskrá byggingargjalda 2018, fyrri umræða.

1712032

Lögð fram til fyrri umræðu gjaldskrá byggingargjalda fyrir árið 2018.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Samþykkt að vísa gjaldskránni til síðari umræðu.

15.Tillaga að þóknun fyrir störf í nefndum og ráðum.

1712031

Lögð fram tillaga um þóknun fyrir störf í nefndum og ráðum Hveragerðisbæjar. Tillagan gerir ráð fyrir að þóknunin verði tengd við þingfararkaup og verði 1 hlutur 5,1% af þingfarakaupi.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða.

16.Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2018, síðari umræða.

1712030

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2018 ásamt
greinargerð.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Fulltrúar S og B listanna lögðu fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra og Frjálsra með Framsókn vilja þakka fyrir gott samstarf við vinnslu fjárhagsáætlunarinnar. Að mati undirritaðra hefur samstarf allra bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlun skilað betri og vandaðri áætlun. Á milli fyrstu og annarrar umræðu hafa orðið nokkrar breytingar á fjárhagsáætlun. Ber þar helst að nefna að bæjarstjórn er sammála um að stíga ákveðið skref í stækkun grunnskólans með því að árið 2018 verði hafin hönnun við viðbyggingu og í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir að hún verði byggð árið 2019. Með því er mætt vaxandi þörf skólans fyrir húsnæði vegna fjölgunar nemenda og bættri aðstöðu nemenda og starfsfólks.

Óvissa er hvernig kjarasamningar stórra hópa sveitarfélagsins munu leggjast. Ljóst er að jöfnun launa á milli opinbers og almenns vinnumarkaðar sem kveðið er á um í samkomulagi BHM, BSRB og KÍ við ríkissjóð og Samband íslenskra sveitarfélaga mun hafa í för með sér fjárútlát fyrir sveitarfélagið eins og aðra opinbera aðila. Mikilvægt að sveitarfélagið standi við gefin loforð og sé viðbúið þessu.

Undirrituð munu leggja áherslu á það að á næsta ári verði skoðað hvernig Hveragerðisbær geti komið að stofnun fasteignafélags fyrir leiguíbúðir þar sem hagnaðarsjónarmið ráða ekki för, s.s. eins og hefur verið gert hjá Reykjavíkurborg og Sveitarfélaginu Ölfusi. Í því getur falist stofnframlag frá bænum til byggingar íbúða skv. lögum um almennar íbúðir. Með slíkri aðgerð bæta bæjaryfivöld húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu. Þá er mikilvægt að Hveragerðisbær haldi áfram í að opna stjórnsýsluna og opna bókhald bæjarins. Í því kann að felast kostnaður.

Undirrituð samþykkja fjárhagsáætlun 2017 og munu vinna áfram að hagsmunamálum bæjarbúa og sveitarfélagsins.

Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir
Garðar Rúnar Árnason

Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

17.Þriggja ára fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2019-2020 síðari umræða.

1712029

Lögð fram til síðari umræðu þriggja ára fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2019-2021
ásamt greinargerð.

Enginn tók til máls.
Þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2019-2021 samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:05.

Getum við bætt efni síðunnar?